"Cruyff-mark" hjá Gylfa!

Var að sjá glæsimark Gylfa í sjónvarpinu áðan. Sýnt mörgum sinnum, svo flott var það. 

Þetta var nokkurs konar Gylfa-útfærsla af mörkum, sem hollenski snillingurinn Johan Cruyff gerði að sínum sérstöku mörkum, staddur með boltann á leið frá marki andstæðinganna, en snýst skyndilega á punktinum eldsnöggt á hæli, gefur í botn og er á augabragði kominn fimm metra inn fyrir næsta mann og neglir boltann upp í bláhornið vinstra megin, algerlega óverjandi fyrir tvo aðra varnarmenn og markvörð.

Enda kemur tiltækið öllum gersamlega á óvart.  

Þetta er mark, sem allir verða að sjá! Svona gera bara snillingar, sem stimpla sig í hóp bestu manna í frægustu deild heims þegar sá er gállinn á þeim.  

 


mbl.is „Eitt af mínum bestu mörkum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband