Erlent vinnuafl hér á landi er svo víðtækt og viðamikið, að það er auðséð á upplýsingum um eftirlit með því, að þetta eftirlit er ófullnægjandi og verður að taka þar til hendinni.
Stundum kosta lýðræðisfyrirkomulag með sanngirni og mannréttindum peninga, og þá verður bara að hafa það.
Og það hefur komið á daginn í gegnum tíðina, að enda þótt haft sé á orði að á Norðurlöndunum séu frelsi, mannréttidi og samfélag í fremstu röð í heiminum, hefur mátt finna á því ljótar undantekningar.
Má sem dæmi nefna meðferðina á "þýsku börnunum" í Danmörku,
Hinn áhrifamikli þáttur Kveikur um þessi mál hreyfði við mörgum og það var ekki vonum fyrr.
Meðal þeirra sem efni þáttarins stjakaði við, var síðuhafi, sem hrökk við og gerði nýtt erindi í gamalt fjöldasöngslag, sem varð til þess að textinn var endursaminn með tveimur nýum erindum, lagið tekið upp og sent út á ljósvakann.
Erindið, sem Kveikur kveikti, er svona:
Erlent vinnuafl okkur bjargar
svo allir græði hér vel
en láti þrælana líða´oft við það
að lepja dauðann úr skel.
(Viðlag:)
Svona gengur það.
Svona er það.
Allir vita það
en enginnn sér það.
Skutla kannski laginu aftur inn á facebook síðu mína.
Vill sérsveit gegn launasvikum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.