Gatnamótin sem viku fyrir Álftanesveginum.

Svæðið við gatnamót Bústaðarvegar og Reykjanesbrautar hefur lengi verið til vandræða í umferðinni, ekki aðeins vegna þess að þau anna henni ekki svo að umferðarteppur myndast í allar áttir, heldur líka vegna margra óhappa og slysa. 

Lengi hafði verið rætt um að lagfæra þessi óláns gatnamót og bent var á að til þess þyrfti ekki að eyða mörgu milljörðum i plássfrek mislæg gatnamót í öllum atriðum, heldur fyrst og fremst að gera vinstri beygjuna frá Bústaðavegi yfir á Reykjanesbraut til norðurs hindrunarlausa. 

Í kjölfar Hrunsins drógust nýframkvæmdir saman að undanteknum Álftanesvegi, sem að þarflausu var settur í forgang fram yfir 22 aðra hliðstæða vegarkafla, sem voru með hærri tíðni alvarlegra slysa. 

Þingmenn Reykjavíkur létu það ganga yfir sig að engar svona framkvæmdir yrðu í Reykjavík næstu tíu ár. Og nú versnar ástandið einfaldlega ár frá ári.

Raunar stóðu margfalt stærri vegaframkvæmdir til í og við Gálgahraun 2013, en eftir Gálgahraunsdeiluna og gerð Álftanesvegarins sjálfs, var hætt við þessi stórkarlalegu áform. 

Að því leyti má segja, að deilan hafi þó borið einhvern árangur, þótt viðureignin sjálf 21. október fyrir tæpum fimm árum færi eins og hún fór. 


mbl.is Lengra bann við Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það misminni, að Bústaðavegurinn sé ekki stofnbraut, eða hvernig dettur mönnum í hug að dæla endalausri umferð um götu, sem klýfur skólahverfi án þess að það sé nein örugg leið til að komast yfir hana á leið í skóla.

Steingrimur Gröndal (IP-tala skráð) 10.10.2018 kl. 21:54

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hér á árum áður voru uppi fyrirætlanir um mikla hraðbraut í gegnum Fossvoginn, sem datt upp fyrir og verður varla endurvakin. 

Ég veit ekki nákvæmlega um Bústaðaveginn, en sýnist ólíklegt að hann hafi dubbast upp í stofnbraut við andlát Fossvogsbrautarinnar, heldur hafi verið á sama róli síðustu hálfa öld. 

Ómar Ragnarsson, 11.10.2018 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband