Kristinn H. Gunnarsson: Laxinn fram úr þorskinum sem fyrst!

Það er aukaatriði, hve mörg atriði voru tínd til hjá lögboðinni úrskurðarnefnd um að ógilda starfsleyfi sjókvíaeldisins í Patreksfirði og Tálknafirði. Ef það er rétt sem forsætisráðherra sagði á facebook um málið, að "annmarkar voru á leyfinu sem kalli á fagleg vinnubrögð", þá nægði það. 

Í spjalli á Hringbraut í gærkvöldi sagði Kristinn H. Gunnarsson að stefnt væri ótrauðlega að því að lax úr eldi í sjókvíum fari fram úr þorskinum sem mest veidda og verðmætasta fisktegund við landið. 2016 var þorskaflinn 264.358 tonn. 

Það rímar við fyrri ummæli þeirra, sem ráða þessari risavöxnu leiftursókn, að tífalda verði sjókvíaeldið á sem fæstum árum. Og ef eitthvað skortir á að farið sé að lögum, sýna atburðir síðustu daga, að sett verða þau lög sem duga til þess að hægt sé að fara fram hjá þeim úrskurðum sem geti tafið fyrir stórsókninni hröðu. 

Kristinn sagði líka að náttúruverndarfólk hamaðist í baráttu sinni eingöngu gegn landsbyggðarfólki en aðhefðist ekkert í náttúruverndarmálum á höfuðborgarsvæðinu og nefndi sérstaklega hraunin hér syðra sem dæmi um skeytingarleysið í þeim efnum og velþóknun náttúruverndarfólks á umhverfisspjöllum á höfðuborgarsvæðinu. 

Það þýðir að hann afneitar þeirri staðreynd að í eina skiptið, sem fjöldahandtökur hafa farið fram á íslensku náttúruverndarfólki, alls 25 manns á einu bretti, og það fyrir aðeins réttum fimm árum, var það vegna framkvæmda í Gálgahrauni, sem flestir ættu að vita hvar er. 

Voru mótmælin þar vegna þess, sem lýst var með þeim orðum um mig í grein í Bæjarins besta í vetur: "Hann hefur um langan aldur barist með öllum tiltækum ráðum gegn mannlífi og framförum á Vestfjörðum"?

Í spjallþættinum á Hringbraut bætti Kristinn um betur og sagði mannlífsofsóknir náttúruverndarfólks vera gegn allri landsbyggðinni á sama tíma og þetta niðurrifsfólk liti framkvæmdir í hraunum við höfuðborgina velþóknunaraugum. 

 


mbl.is Björt fer með rangt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

stundum borgar það sig að lesa báðar hliðar málsins áður en stungið er niður penna. björt virtist hafa gleymt því. áróður er bara áróður hvaðan sem hann kemur ef áróður er illa settur fram taka  menn ekki mark á honum. síðan má staklast endalaust á áróðnum ef byrjað er nógu snemma t.d í barnaskóla fara menn að trúa hvaða villeisu sem er 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 11.10.2018 kl. 06:49

2 identicon

Telur þú semsagt að fjöldahandtökurnar sýni að það sé röng fullyrðing að höfuðborgarbúar láti náttúruspjöll viðgangast í sínum ranni?

Ég fæ nú ekki betur séð en það sé þvert á móti!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 11.10.2018 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband