Þess vegna liggja bílarnir beinast við.

Þegar orð Sigurðar Reynis Gíslasonar eru lesin um það gríðarlega verkefni að fanga kolefnin, sem annars berast út í andrúmsloftið, eru það viðfangsefni enn eitt dæmið um ástæðu þess að alþjóðasamfélagið hefur ákveðið að hefjast þegar handa við að minnka kolefnisfótspor landsamgönguflota jarðarbúa. 

Fjöldi fólksbíla í heiminum er nefnilega að nálgast 1000 milljónir og af einstökum tegundum  farartækja menga þeir samtals langmest, - menga mun meira alls en þúsund sinnum færri flugvélar.

Auk þess er eins og er, ekki tæknilega mögulegt að rafvæða flugvélarnar nema að létta rafhlöðurnar margfalt. 

Nú þegar er hægt að hefjast handa við að skipta bílunum´út eftir föngum, og leitun er að þjóð sem það gefur eins mikið og Íslendingum, - á svipaðan hátt og þegar við skiptum út kolum og olíu fyrir jarðhitavatn á síðustu öld. 

Stærsti vandinn við að minnka útblástur koltvísýrings liggur í því hve brýnt það er að ná sem mestum árangri sem fyrst. 

Að skipta úr eldsneytisknúnum bíl yfir í rafbíl tekur einn dag. Ekkert annað virkar svona fljótt því að vöxtur trjáa tekur tíma og drekking framræsts lands tekur meiri tíma en útskipting á farartæki. 

Það geta langflestir gert strax og langflestir geta fundið ráð til þess, þótt efnahagur og aðstæður séu misjöfn. 

 


mbl.is „Langt á eftir með að fanga kolefnin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sig­urður Reyn­ir seg­ir hóp á veg­um Bill Gates vera með til­raun­ir í gangi með nei­kvæða los­un og eins sé Cli­meWorks með stærri til­raun í gangi við sorpeyðing­ar­stöð skammt frá Zurich í Sviss. Þar er kolt­víoxíðið flutt með röri yfir í gróður­hús í um 1 km fjar­lægð. „Styrk­ur kolt­víoxíðsins er síðan notaður til að hraða á vexti plantna í gróður­hús­inu“.

Er einhver að skjóta sig í fótinn.
Þetta merkir að ef tilræðið heppnast að þá þarf að snúa dæminu við eftir harmleikinn með ærnum tilkostnaði svo að gróður á jörðinni geti þrifist og fætt dýraríkið  á þessari jörð til frambúðar.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 10.10.2018 kl. 12:20

2 identicon

Það er talað um að það þurfi að minnka brennslu jarðefnaeldsneytis gríðarlega mikiðá næstu árum. Gott og vel. En það verður að hafa í huga hina gífurlegu fólksfjölgun í heiminum - um 80 til 100 milljónir á ári. Sú fjölgun er nánast öll í 3ja heiminum aðallega Afríku sunnan Sahara þar sem fjölgunin er stjórnlaus. Það þarf að fæða og klæða allt þetta fólk þ.e. aukinn landbúnaður og ræktarlönd. Þetta krefst aukinnar notkunnar á díesel olíu.

Ört stækkandi millistétt í risasamfélögum eins og Kína, Indlandi og Indónesíu og fleiri Asíu löndum  sem hefur efni á að reka bíl, ferðast milli landa o.s.frv. krefst aukinnar notkunnar á eldsneyti. Þótt þessi millistétt færi á rafmagnsbíla kostar það engu að síður aukna raforkuframleiðsu með kolum (eða kjarnorku en varla er vilji til þess).

Spáð er mjög mikilli aukningu í alþjóðlegri flugumferð enda kostar orðið sára lítið að fljúga - hversu gáfulegt sem það nú er.

Satt að segja held ég að við verðum ekki nálægt því að minnka útblástur heldur hitt að hann muni stóraukast á komandi árum.

  Pólitískur vilji stendur einfaldlega ekki til annars hvað sem hægt er að gera eðlisfræði- og efnafræðilega.

Hannes Pétursson

Hannes Petursson (IP-tala skráð) 10.10.2018 kl. 13:36

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Offjölgun mannkyns hefur lengi verið stærsta vandamálið í suðlægari löndum. Á sama tíma hefur fæðingum fækkað svo mikið á Vesturlöndum, að þar stefnir í fólksfækkun og samdrátt nema flutt sé inn vinnuafl. 

En einmitt núna vex andstaða gegn innflytjendum.

Ómar Ragnarsson, 10.10.2018 kl. 16:04

4 identicon

Nærtækast er að taka frekar einn dag í að planta trjám en að nota hann í að skipta um bíl. Einn dagur í trjáplöntun er 10 ára kolefnisjöfnun fyrir meðalstóran fjölskyldubíl, og tekur bara einn dag. Og ef kjarnafjölskyldan tekur öll þátt þá eru það nærri 50 ár af akstri kolefnisjöfnuð á einum degi. Einn rafbíll er langt frá því að skila þeim árangri.

Hábeinn (IP-tala skráð) 10.10.2018 kl. 16:47

5 identicon

Vafalaust væri víða hægt að stórauka sólar- og vindorkuframleiðslu. Ég þekki vel til í Sádi Arabíu vegna starfs míns. Þar blæs norðvestan vindur 10 to 20 hnútar meirihlita ársins - kjörið fyrir vindmyllur. Um möguleika á sólarorkuframleiðslu þar í landi þarf varla að fjölyrða. En Sádar vita varla um hvað þú talar ef þú minnist á umhverfismál.

Í Bandaríkjunum eru víða góð skilyrði fyrir sólar- og vindorku, a.m.k. nægt landrými, en þess sjást lítil merki, helst í Kaliforníu.

Hannes Pétursson (IP-tala skráð) 10.10.2018 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband