11.10.2018 | 08:43
"Stórislagur" nálgast. Stóru eitruðu peðin tvö.
Það má segja að það styttist í eins konar stóraslag, sem framundan er í kjaramálum launþega landsins.
Samtök launamanna eru í óða önn að undirbúa kröfugerð sína og fjölmennustu samtök þeirra, sem lægst hafa launin, hafa boðað samstöðu.
Þegar önnur samtök fara nú að bætast í hóp hinna tilbúnu, mun flækjustig þessara mála verða meira og líða fyrir það umrót, sem kjaradómur hafði á sínum tíma og er undirliggjandi rót þess vanda, sem "elítan" í launamálum að ríkisstjórn og Alþingi meðtöldum hefur sjálf skapað og ekki haft kjark eða raunverulegan vilja til að bæta fyrir, - að vísu að undanteknum forseta Íslands.
Sérstaða hans í þessu máli sýnir glöggt, hve nauðsynlegt það er að fleiri ráðamenn sæki umboð sitt sem beinast til kjósenda sjálfra.
Í frumvarpi stjórnlagaráðs voru framfaraákvæði um það efni, sem ýtt geta við elítunni, og eru hugsanlega ein undirrót þess, að í raun stendur hún í vegi fyrir því að draumur Jóns Sigurðssonar forseta frá 1851 geti ræst, þess efnis að Íslendingar fái að semja sjálfir sína eigin stjórnarksrá.
Þetta tvennt, stjórnarskráin og staða elítunnar í kjaramálum, hvort tveggja mál elítunnar sjálfrar, eru risastór eitruð peð í refskák íslenskra stjórnmála.
Býst við samstöðu á þinginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.