Sömu málin og dugðu vel 2016.

Tvð atriði hafa löngum reynst stjórnmálamönnum vel í aldanna rás. 

1. Skammtímagróði í veskinu á kosningadag. "Gerum Ameríku mikla á ný" sagði Trump 2016 og nú heitir hann 10% skattalækkun á sama tíma og hallinn á ríkisstjóði er í öllu góðærinu 779 milljarðar dollara ( um 100 þúsund milljarðar íslenskra króna) Á sama tíma ætlar hann að stórefla herinn og stofna sérstakan geimher, sem færi Bandaríkjamönnum alræðisvald í öllum geimnum, hvorki meira né minna. Ekki veitir af þegar hann er byrjaður að rifta afvopnarsamningum út og suður.   

2. Utanaðkomandi ógn. 

Hann notaði þetta síðara með góðum árangri í kosningunum 2016 og stigvaxandi ógn sem jafn vænisjúkur valdamaður, Pútin, hótar að stofna til við riftun afvopnunarsamninga mun sækja fylgið og völdin í svipaðan minnihluta Bandaríkjamanna og hann sótti 2016.  

Hann segir að stór hluti göngumannanna sem ógni Bandaríkjunum séu múslimskir hryðjuverkamenn komnir frá Miðausturlöndum, væntanlega til þess að rústa Bandaríkjunum. Engin gögn hefur hann um þetta en nógu margir trúa þessu og því að hann muni senda herlið á móti göngufólkinu og jafnvel lýsa yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum. 

Hann segir að þegar sé byrjað að skera niður þróunaraðstoð við Hondúras þótt reyndin sé raunar sú, að það mál er ekki á hans valdsviði. En nógu margir munu trúa þessu. 

 


mbl.is Mörg þúsund á leið að landamærunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband