Til heimabrúks?

Stundum er sagt að yfirlýsingar stjórnmálamanna séu til heimabrúks fyrir þá, ýmist í kjördæmi þeirra eða flokki.  

Nú tíðkast nokkuð yfirlýsingar hjá ráðherrum þriggja stjórnarflokka sem eru á skjön við þá raunverulegu stefnu, sem ríkisstjórnin rekur. 

Forsætisráðherra telur sjálfsagt að flokkssystkin hennar séu með mótmælaaðgerðir gegn NATO, fjármálaráðherra telur skattahækkanir á háar tekjur ekki koma til greina á meðan félagsmálaráðherra segir hið gagnstæða.

Í augum almennings eru hins vegar allir kjörnir fulltrúar þjóðarinnar undir sama hatti sem hluti af elítunni, sem þrátt fyrir stór orð gerir ekkert til að sýna svipað fordæmi og forseti Íslands og slá af þeim stórfelldu kauphækkunum og ekki síst af þeim miklu sporslum utan kjaradóms, sem alþingismenn hafa skammtað sjálfum sér 

Síðustu níu áratugi eða svo hefur enginn einn flokkur getað myndað meirihlutastjórn og smám saman hefur myndast sú hefð að hver ráðherra sé næsta einráður í sínum málaflokki. 

Með því myndast samtrygging sem oft er slæm, því að oft nota ráðherrar þetta til þess að firra sig ábyrgð af ákvörðunum samráðherra sína og fara á móti sínu fram í málfnum síns ráðuneytis. 

Stundum er þetta orðað svona: "Við erum sammála um að vera ósammála."

 

Gildir þá oft erlenda máltækið: "Ég klóra þér á bakinu og þú klórar mér." ("I scratch your back and you scratsch mine") enda er þessu ekki svona varið í flestum nágrannalöndum okkar. 

Í tillögum stjórnlagaráðs er dregið úr þessari samtryggingu og línur gerðar skýrari.

En að sjálfsögðu vill elítan það ekki raun. Annars væru ekki liðin sex ár síðan mikill meirihluti kjósenda vildi í þjóðaratkvæðagreiðslu nýja stjornarskrá í samræmi við stórnarskrá stjórnlagaráðs. 


mbl.is Styður álagningu hátekjuskatts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

FAKE NEWS 

Staðreyndafölsun. Ekki meirihluti kjósenda

Halldór Jónsson, 24.10.2018 kl. 14:43

2 identicon

Staðreyndafölsun?

Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá? Já sögðu 64,2%.

Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign? Já sögðu 74%.

Það voru fleiri spurningar, ég held 6 í allt. Allar fengu yfirgnæfandi meirihluta, nema þessi:

Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi. Já sögðu 51,1%.    

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.10.2018 kl. 16:00

3 identicon

menn verða að vita muninn á kjósanda og þeim sem greddu atkvæði.það er  varla mikill meirihluti greiddra atkvæða 64%. en breytir því ekki að meirihluti greiddra atkvæða studdi tillöguna. síðan er spurníngin hvernig menn túlka orðið til grundvallar. brexit var hrein já og nei spurning. spurningin um stjórnarskrána var til viðmiðunar. síða er spurníg hversu bindandi er orði til grundvallar

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 24.10.2018 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband