Unaðsdraumur Walt Disneys að breytast í martröð.

Walt Disney hreifst svo mjög af plastinu, þegar það kom á markað, að hann lét gera heilan þorpshluta þar sem allir hlutir voru úr plasti. Hann var sannfærður um að þetta yrði eitthver heillavænlegasta uppfinning okkar tíma. 

Enda hefur útbreiðsla plastsins orðið slík, að jarðarbúar flestir opna ekki svo augun á morgnana án þess að sjá eitthvað úr plasti og berja það augum allan daginn. 

Plastið er tískuvara og alltumlykjandi. Tazzari. Farþegarými

Gott dæmi eru 850 milljónir bíla heimsins, þar sem það varð með árunum að keppikefli að hylja alla hluta bílsins að innan með plasti, af því að bert járn væri svo "billegt" í útliti og viðkomu. 

Síðar, eftir að plastið varð svo ódýrt, varð það keppikefli að nota dýrari og flottari efni í stað plastsins, og sjá má dóma bílablaðamanna víða um lönd þar sem þeir setja út á það hve "billegt" útlit þeirra bíla er að innan, þar sem plastið hefur verið notað sem mest vegna þess hve ódýrt það er. 

Sennilega er innrétting flugvéla enn meira allsherjar plast en koltrefjaefni svonefnd ryðja sér líka til rúms í flugvélum og bílum og þá helst í burarvirkjum þessara farartækja.

Ef plast er komið inn í líkama fólks eins og nýleg rannsókn bendir til, er það áreiðanlega hvorki heilsusamlegt né heillavænlegt. 

Agnirnar komast í drykkjarvatn og mat, í það minnsta í hægðirnar,samkvæmt rannsókninni, og ef þær komast inn i blóðrásina er ekkert líffæri líkamans óhult. 

Plastmengaðir mannsheilar gætu þá orðið að veruleika, eða hvað? Vonandi ekki.

Þessi hraða útbreiðsla plastsins er vegna þess hve mikið af því fer á flakk eftir að því er hent eða því týnt. Heilu plasteyjurnar eru orðnar að veruleika víða í höfunum og plastmengaða eyjan á Midway með dauðu fuglunum og dauðir hvalir og fiskar eru bara byrjunin á öðru verra, nema gripið sé til ráða strax.  

Einnota plastflöskurnar á Arctic Circle voru umræðuefni um daginn. Plastpoki,fjölnota (3)

Það er hins vegar hægt að nota ýmsar aðferðir til þess að komast af án þess vera sífellt að kaupa og henda plasti. 

Ég hef í mörg ár notað þrjá hluti sem fjölnotavörur úr plasti, sem gera mér kleyft að hafa jafnan með mér þrennt hvar sem ég fer:

Lítinn margra ára gamlan plastpoka með litla myndavél, litla, gamla plastflösku með vatni, sem ég endurnýja eftir þörfum þar sem ég er á ferð, til dæmis á ráðstefnum og fundum, og aðra litla, gamla plastflösku með sykurlausum koffeindrykk.Plastpoki,fjölnota 

Þegar ég sótti ráðstefnuna Arctic Circle í fyrrahaust, þurfti ég ekkert á einnota plastflöskum hátíðarinnar að halda. 

Ef ég er með aðeins meira meðferðis nota ég svartan taupoka fyrir það, og er raunar með litla, þreytta plastpokann í honum til þess að geta skilið taupokann eftir í bílnum eða hjólinu þar sem litli pokinn er handhægari til að fara inn í hús.  

Best væri að fara alveg yfir í fjölnota tau- eða nógu sterka bréfpoka, og það verður að játast, að maður er orðinn svo samdauna plastnotkuninni að það þarf heldur betur að taka betur til hendinni. 

 


mbl.is Plast orðið hluti af fæðukeðjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þegar heilinn er orðinn fullur af plasti, er maður þá ekki kominn með gervigreind?

Þorsteinn Siglaugsson, 24.10.2018 kl. 10:32

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Segi eins og Jón Ársæll: Góðurrr!

Ómar Ragnarsson, 24.10.2018 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband