Meira en 1,3 milljón mánaðartekjur eru ofurlaun miðað við 0,3 milljónir.

Allir þurfa að neyta matar, hafa húsaskjól og aðrar brýnustu nauðsynjar. 

Margar þúsunir Íslendinga, sem eru á lágmarkslaunum eingöngu eru þannig staddir, að endar nái ekki saman og jafnvel er tekinn skattur af tekjum, sem eru um 0,25 milljónir á mánuði. 

Aðstaða þessa fólks er réttnefnd fátæktargildra því að það getur ekki neitt sér neitt umfram það að skrimta. 

Nú er í gangi umræða þess efnis að meiri tekjur en 1,3 milljónir á mánuði, sem meira en tíu þúsund Íslendingar njóta, eigi alls ekki að nefna ofurlaun. 

En þegar 0 krónur eru til ráðstöfunar umfram það að komast af, er augljóst hve mikið munar um að hafa milljón krónum meira á mánuði.  


mbl.is Gæti orðið erfitt að lenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað skyldi það gefa í aðra hönd fyrir ríkissjóð ef skattar á mánaðartekjur yfir milljón væru hækkaðir í 52%, tekjur yfir 1.300.000 í 58% og 64% á tekjur yfir 2.000.000.

Að sjálfsögðu er hér miðað við að allir njóti persónuafsláttar og lægri skattþrepa. Ég hef orðið var við sumir telja að þeir sem lenda í td 64% skatti greiði 64% í skatt af öllum tekjum. Það er af og frá.

Ásmundur (IP-tala skráð) 28.10.2018 kl. 20:48

2 identicon

Af hverju ekki eins og í Sviss. Fjármagnstekjur leggist við launatekjur og einnig eignarskattur (Vermögenssteuer). Þannig gætu ríkir menn eins og Benedikt, faðir fjármálaráðherrans, ekki verið hreppsætur á þjóðinni.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.10.2018 kl. 21:05

3 identicon

Auðvitað þorir enginn að minnast á að hrófla við séríslenzka yfirnáttúru"lögmálinu" (þeas. sem sett var með lögum á hinu >>háa<< Alþingi, en okurlög afnumin á móti, sem væri talið kriminalt í siðmenntuðum ríkjum!) - verðtryggingar-lögmálinu. Að grípa inn glæpinn myndi strax virka fyrir almúgann og fyrirtæki sem halda hagkerfinu gangandi (fram yfir áramót kannski) - en væri ekki kók í nös tilbera sjálftökuelítunnar, sem er gulltryggð í skjóli hins >>háa<< Alþingis.

 

Ítarefni: Stutt og kjarnyrt grein:

 

Óverðtryggðar vonir um bata,

Öreigur í Hruna

Öreigur í Hruna (IP-tala skráð) 29.10.2018 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband