Við upptökin skal ána stemma.

Í fornsögunum orðaði ásinn Þór þessa hugsun með orðunum "á skal að ósi stemma." Orðið ós á þar við upphaf vatnsflaums. 

Á okkar dögum er hins vegar afar algengt að reynt sé að gera þetta öfugt, að skipta sér ekki af upptökunum og orsökunum, heldur beina öllum kröftunum að afleiðingunum. 

Dæmi eru til dæmis þau ríkjandi viðhorf í Bandaríkjunum, að alls ekki eigi að takmarka byssueign, heldur þvert á móti að fjölga byssueigendum og stórvirkum vopnum þeirra. 

Augljóst virðist til dæmis að öryggisvörður vopnaður einni byssu hefði ekki átt möguleika á móti árásarmanni með hríðskotabyssu og þrjár aðrar byssur að auki í Pittsburgh, en þessu heldur Donald Trump ákveðið fram. 

Á síðustu misserum hafa samtök nýnasista og svertingahatara fengið að valsa um í vaxandi mæli og fá með því vissa viðurkenningu á sér og stefnumálunum, sem þessi samtök berjast fyrir. 

Þegar einstakir félagar í þessum samtökum geta keypt sér hernaðarvopn að vild er ástæðuna fyrir fjöldamorðum þeirra augljóslega hve auðvelt þeim er gert þetta. 

Það, að hvarvetna sé hægt að mæta þessu með fjölgun þungvopnaðra öryggisvarða og jafnvel öryggissveita er aðeins ávísun á fleiri og stærri manndráp. 

Annað dæmi og stærra umfangs er það, að reyna ekki að minnka bruðl og græðgislega eftirspurn og rányrkju á auðlindum jarðar sem er uppspretta og ástæða enn meiri sóunar og rányrkju, heldur beinist orkan nær öll í það að auka eftirspurnina, bruðlið og sóunina í stað þess að nýta auðlindirnar betur. 


mbl.is Vill taka byssur af fólki fullu af hatri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband