Drumbabótin og bæjarstæðin í Öræfum segja hrikalega sögu.

Á sléttlendinu fyrir neðan Fjótshlíð utanverða er svæði, sem heitir Drumbabót. Þar standa afhöggvin birkitré upp úr sandinum og vitna um gríðarlegt hamfaraflóð úr Kötluöskjunni, sem hefur vaðið niður allt sléttlendið til vesturs og líkast til alla leið vestur yfir Landeyjar og yfir neðsta hluta Rangárvalla. 

Skógurinn, sem verið hefur öflugur birkiskógur á þessu svæði, hefur kurlast eins og eldspýtur í þessu hamfaraflóði. 

Drumbabót segir óbeint söguna af hamförunum miklu í Öræfajökkulsgosinu 1362, sem eyddu svo blómlegu héraði, að það hét Litla-Hérað fyrir gos en Öræfi eftir gos. 

Þegar byggð komast aftur á að litlu leyti þegar frá leið, voru bæjarstæðin valin af kostgæfni og bæirnir hafði saman, svo sem á Hnappavöllum, Hofi og í Svínafelli. 

Ekki er virað hvað gos nú yrði stórt, kannski frekar lítið eins og gosið 1727 en hugsanlega stærra. 

Og hættan af hamfaraflóðum ef gosið verður stórt sprengigos, er ekki eina hættan, heldur ekki síður öllu eyðandi áhlaup öskku og eimyrju í líkingu við gosin í Vesuvíusi 79 f.kr, Krakatá 1883 og á Martinique 1902. 


mbl.is Húsið færi allt undir jökulflóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Ég skil ekkert í almannavörum að hafa ekki hækkað viðbúnaðarstigið við Öræfajökul, fjallið er farið að haga sér með allt öðrum hætti nú en áður. Einnig ættu börn ekki að vera á svæðinu, að mínu mati.

Sveinn R. Pálsson, 1.11.2018 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband