2.11.2018 | 06:11
Hraðari eða hægari en Eyjafjallajökull?
Það tók Eyjafjallajökul rúman áratuga að "undirbúa" hið sögufræga gos 2010. Það var fyrir aldamótin sem merki fóru að sjást í mælingum um að fjallið væri að komast í gosfasa.
Síðasta gos í Öræfajökli varð 1727 og því liggja ekki fyrir neinar mælingar varðandi mælanleg gögn um aðdraganda goss í því mikla eldfjalli.
Hvort aðdragandi goss nú verður jafn stuttur og hefur verið í Bárðarbungu og Grímsvötnum, jafn langur og í Eyjafjallajökli, eða jafnvel enn lengri, veit því enginn með vissu.
Það var strax byrjað á að gera viðbragðaáætlanir vegna Eyjafjallajökuls áratug fyrir gosið 2010.
Nú er slíkur undirbúningur líka hafinn varðandi Öræfajökul og eins gott að vera á tánum, því að hann er eitt af allra hættulegustu eldfjöllum landsins.
En fegurð hans og mikilleiki er grípandi. Myndin hér við hliðina var tekin nú í morgun af Hvannadalshnjúki þarna vinstra megin á myndinni og gnæfir hærra en sýnist á þessari mynd, sem er tekin með aðdrætti frá þjóðveginum, og hnjúkurinn er fjærst á myndinni, þar sem myndavélinni er beint upp á við.
Skjálftavirkni aldrei mælst meiri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.