Súrnun og hlýnun sjávar sjaldan nefnd.

Engir ættu að vera betur á tánum varðandi ástand sjávar en Íslendingar, svo mjög sem við erum háðir sjávarfangi. 

Súrnin og hlýnun sjávar eru óumdeilanleg og því sérkennilegt að þessi fyrirbæri, sem hafa mikil og margvísleg áhrif, eru sjaldan eða aldrei nefnd í umræðunni. 

Í staðinn hamast "kuldatrúarmenn" við að halda því fram að loftslag fari kólnandi, og lesa jafnvel gröf, sem sýna hitann hækka síðustu 40 ár eins og skrattinn biblíuna, á þann hátt að fullyrða að samt "fari heimurinn kólnandi". 

Og í öðru línuriti, sem sýná á að koltvísýringinn í aldrúmsloftinu hafi aldrei verið lægri en nú síðustu 600 milljón ár, er línan 20 þúsund ár á breidd, svo að hún getur auðvitað ekki sýnt aukninguna síðustu 100 ár.

Ef koltvísýringurinn er í sögulegu lágmarki núna, hvert fer þá hinn margfaldi útblástur?


mbl.is Hlýnun sjávar verulega vanmetin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

alt er umdeilanlegt. skrítnar forsendur. hafið tekur meira til sín vegna kulda sjávar hér á norðurhöfum. nú hefur sjór farið hlýnandi undanfarin á að sögn. slæmt verður það þegar sjórinn kólnar aftur. ekki eru rannsóknir komnar langt aftur. svo við vitum ekki um náttúrulegu sveifluna. en súrnun sjávar er vandamál hvort  hún á sér náttúrulegar skýringar eða ekki veit ég ekki. en súrnun sjávar hefur gerst áður án atbeina mansins. það er eitthvað að gerst í undirdjúpinu sem ekki fæst skýring á. ef straumar heimsins eru ein víðtækir og rannsóknir sína geta flekahreifíngar haft  áhrif á strauma hafsins ef fyrirstaða myndast mun hægja á straumnum sem myndi auka súrnun. er aukin uppstreymis frá eldvirkum svæðum á hafsbotni að hafa áhrif.  

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 3.11.2018 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband