16.11.2018 | 00:41
Bullandi möguleikar í hjólasmíði. Sjáið þið "Sleipni"!
Íslendingar geta aldrei keppt við aðrar þjóðir í fjöldaframleiðslu á bílum. En mikið hugvit og þekking getur myndast í gerð reiðhjóla og rafreiðhjóla.
Það eru liðin ein fimm ár síðan ég leit inn í litla vinnustofu á þriðju hæð í timburhúsi við Ingólfsstræti og hreifst af léttu hjólunum, sem þar var verið að framleiða.
Nú eru liðin fimm ár síðan þarna var að fæðast góð hugmynd og nú verður gaman að fylgjast með þessum vaxtarsprota.
Fleiri eru að vinna að merkilegum hlutum á þessu sviði, svo sem í smíði rafreiðhjóla og endurbótum á rafbílum.
Þar á ég við Gísla Sigurgeirsson rafeindavirkja, sem smíðaði rafreiðhjólið Sörla til að setja met í drægni rafreiðhjóla án hjálpar frá fótum, 189 kílómetrar sumarið 2015.
Gísli hefur nær tvöfaldað kílóvöttin á Mitsubishi M-iev bíl sínum, en einnig smíðað stórkostlegt torfærufjallahjól með rafmóturum á báðum hjólum og afburða fjöðrun bæði að aftan og framan og geysigóða drægni.
Sannkallað "jeppa"hjól, Á myndinni er Sleipnir í áningu á leið eftir jeppaveginum yfir Svínaskarð.
Hafa selt yfir 500 hjól á fyrsta árinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Í tilefni af degi íslenskrar tungu
er svo rétt að hjólaþjóð á borð við
Kínverja fái sess við háborðið og bornar
fram krásir í boði Baldurs Óskarssonar, þýðanda:
Svalir og tjörn við himin hálfan.
Lifrauða híbiskusblómið blánaði — haust.
Gullkrónublómin grétu — vorið á förum.
Húsari. (IP-tala skráð) 16.11.2018 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.