Bullandi möguleikar í hjólasmíði. Sjáið þið "Sleipni"!

Íslendingar geta aldrei keppt við aðrar þjóðir í fjöldaframleiðslu á bílum. En mikið hugvit og þekking getur myndast í gerð reiðhjóla og rafreiðhjóla. 

Það eru liðin ein fimm ár síðan ég leit inn í litla vinnustofu á þriðju hæð í timburhúsi við Ingólfsstræti og hreifst af léttu hjólunum, sem þar var verið að framleiða.Sleipnir í Svínaskarði

Nú eru liðin fimm ár síðan þarna var að fæðast góð hugmynd og nú verður gaman að fylgjast með þessum vaxtarsprota. 

Fleiri eru að vinna að merkilegum hlutum á þessu sviði, svo sem í smíði rafreiðhjóla og endurbótum á rafbílum. 

Þar á ég við Gísla Sigurgeirsson rafeindavirkja, sem smíðaði rafreiðhjólið Sörla til að setja met í drægni rafreiðhjóla án hjálpar frá fótum, 189 kílómetrar sumarið 2015. 

Gísli hefur nær tvöfaldað kílóvöttin á Mitsubishi M-iev bíl sínum, en einnig smíðað stórkostlegt torfærufjallahjól með rafmóturum á báðum hjólum og afburða fjöðrun bæði að aftan og framan og geysigóða drægni. 

Sannkallað "jeppa"hjól, Á myndinni er Sleipnir í áningu á leið eftir jeppaveginum yfir Svínaskarð. 

 


mbl.is Hafa selt yfir 500 hjól á fyrsta árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Í tilefni af degi íslenskrar tungu
er svo rétt að hjólaþjóð á borð við
Kínverja fái sess við háborðið og bornar
fram krásir í boði Baldurs Óskarssonar, þýðanda:

Lí Ho


Svalir og tjörn við himin hálfan.

  Prinsinn af Ljang reisti.

 

Stjörnunótt. Líður velrarbrautin í vatnið.

Skornir í jaða renna drekar á riði,

reyrinn og sorgin yfir. Drýpur dógg.

 

Hann drakk við klukknahljóm og skaut að himni

hamhleypan, örvagrér nýrunnu blóði drifinn.

. . . Og árla morguns heyrist hafið stynja.

 

Hann tjóðraði sólina.


Lifrauða híbiskusblómið blánaði — haust.
Gullkrónublómin grétu — vorið á förum.

 Gœsir í sefi kvökuðu, kunngjörðu vor,

   og hélug lagðist sinan, þá haustflóðin dvínuðu.

 

(birtist í tímaritinu Andvari 1985)

Húsari. (IP-tala skráð) 16.11.2018 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband