Fjölnota snarlpokinn kynntur á ljósmyndaljóðabókartónleikasýningu.

Þetta er tilviljun sem er svo ótrúleg að hún á ekki að geta gerst.Hjarta landsins, bók

Útgefandi fyrstu íslensku "ljósmyndaljóðabókarinnar", "Hjarta landsins" sendi fjölmiðlum tilkynningu síðegis í gær tilkynningu um bókina, í þeirri tilkynningu er einnig minnst á annað nýtt fyrirbrigði; "ljósmyndaljóðatónleikasýningu" sem verður í Veröld - húsi Vigdísar kl. 20 í kvöld. 

En einmitt þar er ætlunin að kynna lausn á plastílátavandamálum á samkomum, ráðstefnum og í daglega lífinu með nýjung: "fjölnota snarlpoki." þar sem allir gestir fá afhentan slíkan poka til neyslu á staðnum og til að vígja notkun pokans og flöskunnar sem fjölnota hluti. 

Vigdís Finnbogadóttir fær þarna fyrstu árituðu bókina afhenta, en einnig "fjölnota snarlpokann" í frumkynningunni á því fyrirbæri. 

En, viti menn, þegar Morgunblaðið var opnað í morgun, kom í ljós, að á forsíðu er frétt um nákvæmlega þetta viðfangsefni, notkun plastpoka!

Þar með hefur á Degi íslenskrar tungu verið hægt að nefna þennan bloggpistil "ljósmyndaljóðabókartónleikasýningarfjölnotasnarlpokabloggpistil." 

Eða kannski bara "fjöllista snarlpokablogg." 


mbl.is Pokarnir eru ekki svo slæmir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afturhaldssemi mörlandans lætur ekki að sér hæða. Koma nú ekki einhverjir fávitar í Sorpu og fullyrða að plastpokanotkun sé hið besta mál. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.11.2018 kl. 17:15

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Plastið er ógn við lífríki á sjó og landi. Umræðan um þúsund vatnsflöskur eða meira á dag á Arctic Circle sýnir viðfangsefnið í hnotskurn: Að fækka þessum flöskum og framleiða færri flöskur, helst aðeins brot af því sem verið hefur. 

Eða að útbúa litlar vatnsflöskur sem eru með svipaða tappa og plastflöskurnar, þannig að þessar glerflöskur geti verið fjölnota og allt að því eilífar. 

Það að stórir flutningabílar séu í stanslausum akstri með flöskur til endurvinnslu sýnir að sú "lausn" skapar aukaleaga mengun og kostar penninga. 

Nærtækara er að ráðast beint að upphafinu, framleiðslu flaskna og poka, og breyta notkun plastíláta úr einnota í fjölnota. 

Það er svo langt síðan að ég hóf mína tilraun með einn fjölnota poka og tvær litlar flöskur, að ég man ekki lengur hvenær ég byrjaði.

Ómar Ragnarsson, 17.11.2018 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband