20.11.2018 | 20:39
Hinir ósnertanlegu.
Tíminn, sem við lifum á, á sér enga hliðstæðu í sögu mannkynsins. Mannkynið þurfti þúsundir og tugþúsundir ára til þess að ganga gegnum skeið, sem fengu heitið steinöld, bronsöld og járnöld.
En okkar öld, olíuöldin, er enn ekki búin að vera við lýði nema eitt hundrað ár og mun varla lifa í önnur hundrað ár.
Og orkubruðl þessarar einstæðu aldar er svo yfirgengilega miklu meira en dæmi eru um áður, að þegar dregið er línurit yfir orkunotkun jarðarbúa, verður olíuöldin eins og ógnarhár spjótsoddur, fyrst hratt upp og síðan hratt niður.
Sádi-Arabía er langöflugasti olíuframleiðandi heims og leiðtogar þess ríkis hafa því ekki aðeins mikil völd og einstaka stöðu, heldur er stór hluti af áhrifum og völdum þeirra að mörgu leyti dulin.
Þannig hefur það verið dregið fram, að enda þótt veigamesta ástæðan fyrir því að Sovétríkin féllu sé vafalaust innbyggt í misheppnað efnahagskerfi, hafi Sádi-Arabar, fyrir leynilega áeggjan Bandaríkjamanna, notað áhrif sín og veldi til þess að auka framboð á olíu nægilega mikið til þess að heimsmarkaðsverðið féll nógu mikið til þess að veita Sovétríkjunum náðarhöggið.
Bandaríkin hafa ævinlega lagt mikið upp úr því að hafa Sádana góða, og skal engan undra.
Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi.
Leiðtogar Sádi-Arabíu munu því áfram falla undir hugstakið "hinir ósnertanlegu".
Samskipti við Sádi-Arabíu óbreytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar - sem og aðrir gestir, þínir !
Ómar !
Þarna: veldur Donald Jóhannes Trump mér, sem mörgum annarra velunnara Vestrænnar siðmenningar:: mjög miklum vonbrigðum / vonbrigðum: sem reyndar hófust með viðurkenningu hans, á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels, í fyrra.
Trump - horfir algjörlega yfir þá staðreynd, að Múhameð fals- Spámaður, aðal hugmyndafræðingur Araba, sem og annarra fylgjenda sinna, undanfarin liðlega 1400 ár, var sama úrþvættið, og fals- Spámenn Gyðinganna:: þeir Móse og Abraham, hverra þvæla (Gamla Testamentið) er ennþá innanborðs í Biblíu Kristinna manna, þó löngu hefði átt að vera búið að kasta fyrir borð, þaðan.
Óhugnanlegt dálæti: Donald´s Jóhannesar á höfuðpaurum Semitízkrar heimsku og siðblindu Mið- Austurlanda og nágrennis, á eftir að verða Jarðarbúum afar dýrkeypt, áður en yfir lýkur.
Og ekki hvað sízt - óbilandi dekur hans, og Pentagon og NATÓ stjóranna til hinna viðurstyggilegu valdhafa í Saúdí- Arabíu, á eftir að draga skuggalegan dilk á eftir sér, haldi fram sem horfir, fjölfræðingur vísi.
Krossfarar reyndu: af mis sterkum mætti, að halda yfirráðum yfir Jerúsalem á Miðöldunum, en Himinhrópandi sundrung Kristnu Kirkjudeildanna var þess valdandi, að ekki tókst.
Síðan þá - hefur áróður þeirra, sem Krossferðunum hafa verið andvígir meðal annarrs falizt í því:: að neita að viðurkenna þá staðreynd, að Krossferðirnar voru gagnárás Kristinna manna á hendur Múhameðskum, eftir spellvirki Múhameðstrúarmanna gagnvart Fornkirkjunni, síðan á 7. öld :: jafnt í Norður- Afríku sem og Vestur- Asíu, svo fram komi.
Afar mikilvægt er því: að Kristnir menn / Hindúar og Bhúddatrúarmenn o.fl. nái, að mynda einarðlegt bandalag, gegn kredduliði svokallaðs Kórans / ekki síður en Gamla Testamentisins, sem eru algjörir hemlar á eðlilega framþróun Mannsandans, Ómar.
Donald Jóhannes Trump - skal því hafa ævarandi skömm fyrir, að telja fjendur okkar á Arabíuskaganum, til sinna helztu vildarvina, unz: útaf þeirri óheillabraut víkur !
Með kveðjum: engu að síður, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.11.2018 kl. 21:44
Sádi-Arabia, "51.ríki USA", myndi hrynja innan hálfs mánaðar án stuðnings Bandaríkjanna, "endanleg lausn" Palestínu vandamálsins(?), aðstoð Ísraela og USA við Írana í stríðinu við Írak og margt fl. furðulegt um Miðausturlönd í löngu viðtali við Michael Lüders, því miður á þýsku: Michael Lüders über Saudi-Arabien, Iran & Syrien - Jung & Naiv: Folge 385
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 20.11.2018 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.