Spurning um loftmótstöðu í lyftugöngum. "Er ófrísk kona þarna?"

Liklegt er að mikil loftmótstaða inni í lyftugöngunum hafi valdið því að sex manns í lyftu, sem féll niður 84 hæðir í Chicago, komust lífs af. 

Og kannski hefur lyftan hægt eitthvað á sér þar sem hún festist á 1l. hæð. 

Í frétt um þetta atvik segir, að ófrísk kona hafi verið meðal þeirra, sem voru í lyftunni. 

Það minnir á sögu, sem komst á kreik í New York fyrir mörgum árum þegar allt varð rafmagslaust og lyftur stöðvuðust, svo að björgunarsveitarmenn og húsverðir voru sendir til þess að bjarga huga að fólki í lyftunum. 

Var þeim uppálagt að spyrja um hvort ófrísk kona væri meðal lyftufarþega þegar þeir kölluðu inn í lyftugangana til að kanna ástandið í lyftunum. 

Þegar húsvörður einn kallaði inn í einn lyftuganginn: "Er einhver í lyftunni!" kom tvíradda svar: "Við erum hér tvö." 

"Er ófrísk kona þarna?" kallaði húsvörðurinn samkvæmt því sem uppálagt var. 

"Nei!" svaraði maðurinn. "Við erum ekki búin að vera hér nema í fimm mínútur!" 


mbl.is Lifðu af 84 hæða fall í lyftu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband