28.11.2018 | 13:30
Lúmsk hætta sjálfvirkninnar.
Áður hefur verið fjallað um það á þessari síðu hvernig síaukin sjálfvirkni, sem á að afstýra afleiðingum af mannlegum mistökum, getur sjálf búið til aðstæður þar sem ný tegund mannlegra mistaka verður möguleg.
Þetta á sér langan aðdraganda, og í viðbót við dæmi, sem nefnd voru hér um daginn, má nefna flugslys fyrir mörgum áratugum, þar sem lítill límmiði kostaði hundruð flugfarþega lífið.
Á nær öllum flugvélum, jafnvel þeim minnstu og einföldustum er lítið gat á skrokknum, þar sem loft getur farið inn í mælikerfið, sem stjórnar hæðar- og hraðamælum.
Þetta litla gat og sömuleiðis lítið gat á túbu hraðamælis verða að vera opin til að þrýstingur í mælikerfunum geti jafnast.
En í þessu tiltekna tilfelli þurfti að þvo vélina að utan, og límdi þvottakarlinn lítinn límmiða yfir litla gatið á meðan hann smúlaði skrokkinn, svo að ekki færi þar vatn inn.
Hann gleymdi hins vegar að fjarlægja miðann eftir þvottinn, og þegar þotan hækkaði flugið og loftþrýstingur féll utan hennar, gat loftþrystingur innan og utan gatsins ekki jafnast, þannig að allt mælakerfið og þar með sjálfstýrikerfið fór úr skorðum og flugmennirnir áttuðu sig ekki á því og gátu því ekki brugðist rökrétt við.
Oftast er það spurning um rétt viðbrögð og einnig að koma sér ekki upp hegðun, sem byggist á oftrú á sjálfvirkninni, sem er aðalatriðið til að sporna við slysum sem þessum.
Þotan var ekki flugfær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.