Merkur forseti, laginn og gætinn.

Sumir forsetar Bandaríkjanna, sem ekki þóttu líklegir til afreka hafa síðar hlotið betri eftirmæli en á horfðist í fyrstu. 

Harry S. Truman, fyrrverandi gjaldþrota vefnaðarvörukaupmaður, var nánast óþekktur, þegar hann varð skyndilega að taka við embætti af hinum mikilhæfa leiðtoga Roosevelt. 

Truman þurfti að byrja feril sinn á því að taka einhverja vandasömustu og umdeildustu ákvörðun hernaðarsögunnar, að nota kjarnorkusprengjur til þess að binda endi á stríðið við Japani. 

Sú ákvörðun verður ávallt umdeilanleg, en Truman sýndi röggsemi og raunsæi, þegar hann rak stríðshetjuna Douglas McArthur úr embætti yfirhershöfðinga, og reyndist farsæll í embætti. 

George Bush eldri var forseti á einhverjum viðkvæmustu ólgutímum síðustu aldar, þegar Berlínarmúrinn, Sovétríkin og kommúnistastjórnarnir féllu í Austur-Evrópu og Kalda stríðinu lauk, auk þess sem hann sýndi mikla stjórnvisku og lagni í Persaflóastríðinu. 

Ákvað að láta upphaflegan tilgang stríðsins nægja, að hrekja her Saddams Husseins út úr Kúveit, en sækja ekki áfram til Bagdad og leggja landið undir sig. 

Andstæðan birtist hjá syni hans tólf árum síðar, nokkuð sem menn eru enn að súpa seyðið af. 

Bush stefndi að því að friðsamleg sambúð gæti komist á með Vesturveldunum og Rússum með því að skapað yrði traust á milli þessara póla í Evrópu og farið gætilega í útþenslu NATO til austurs. 

Hann skynjaði hve dýrmætt tækifæri var til að koma á varanlegum og traustum friði, en líkt og í Írak, klúðraðist þetta hjá eftirmönnum hans. 


mbl.is George H.W. Bush er látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband