9.12.2018 | 07:31
Sannir meistarar vinna úr ósigrum.
Muhammad Ali, af mörgum talinn mesti hnefaleikamaður allra tíma, tapaði alls fimm bardögum af 61 á sínum magnaða ferli.
Í síðustu tveimu tapbardögum var aldurinn farinn að bíta í hann og hann líklega kominn með byrjunarstig af Parkinson, en í þremur bardögum, við Joe Frazier 1971, Ken Norton 1973 og Leon Spinks 1978, töluðu margir um að nú væri hann búinn að vera.
Í öll skiptið vann hann úr ósigrum sínum og sneri taflinu við í næstu bardögum á eftir.
Ali er eini þungavigtarhnefaleikari sögunnar sem varð þrívegis óumdeilanlegur heimsmeistari (undesputed).
Með því sýndi hann að það eru ekki aðeins sigrarnir sem skapa mestu meistarana, heldur jafnvel enn frekar hvernig þeir vinna úr ósigrum sínum.
Dómarinn er hluti af bardagavettvangnum og dómaranum yfirsást þegar ósvífinn andstæðingur krækti fingri í auga Gunnars Nelsons og fylgdi því eftir með því að leggja hann.
Í stað þess að væla og láta þetta buga sig, byggði Gunnar sig upp að nýju og kom til baka í gærkvöldi, öflugri en nokkru sinni fyrr.
Átti undir högg að sækja í hluta bardagans en sneri honum sér í vil.
Nú er bara að halda áfram að vinna úr batnandi stöðu af yfirvegun og dugnaði.
Þannig verða sannir meistarar til.
Athugasemdir
Í mínum augum er muhameð ali sá íþróttamaður sem að fólk ætti minnst að vitna í.
Í mínum augum eru hnefaleikar ekki íþróttir
heldur bara villimennska sem að leiðir til ills og skapar kvilla
tengt of þungum höggum á höfuðið að nauðsynjalausu.
Það sama gidir um fávita-ganginn hjá gunnari nelson.
=Fjölmiðlar eiga að hætta að beina kastljósinu
að því sem að við viljum ekki fá meira af.
Jón Þórhallsson, 9.12.2018 kl. 12:19
Ég legg til að fólk lesi frekar HEIMSEPEKI-bækur eftir GUNNAR DAL.
Jón Þórhallsson, 9.12.2018 kl. 13:12
Tímaritið Time fékk vel valda menn um síðusu aldamót til að taka saman lista yfir 100 mestu snillinga 20. aldarinnar, svo sem Einstein og kó.
Þar var Múhammad Ali eini íþróttamaðurinn í hópnum, enda var þáttur hans mjög stór í stærstu deilumálunum, svo sem mannréttindamálum og deilum um Víetnamstríðið.
Hann vann með eftirminnilegum hætti mál gegn bandaríska ríkinu fyrir Hæstarétti, sem hann hafði tapað fyrir undirrétti.
Látum eitt svar hans nægja við því hvers vegna hann gæti ekki af trúarástæðum fengist til að gegna herþjónustu: "Hvers vegna skyldi ég, svartur maður, fara yfir hnöttinn þveran til að drepa gulan mann i þágu hvíts manns, sem rændi landi af rauðum manni?"
Eða: "Ég á ekkert sökótt við Víetkong. Þeir hafa aldrei niðurlægt mig og kallað mig niggara."
Ómar Ragnarsson, 10.12.2018 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.