9.12.2018 | 23:55
Klausturs-aðventa og Klaustursjól?
Í íslenska skammdeginu verða oft til sérkennileg mál, sem verða ógnarstór, en yrðu það hugsanlega ekki á öðrum árstímum. Þetta gæti stafað af sálfræðilegum þjóðarviðbrögðum við myrkri og langdregnum vetrarumhleypingum.
Nú virðist í uppsiglingu svona fyrirbrigði, sem þrátt fyrir allt vesenið og tilstandið á aðventunni í neysluknúnu jólahaldi, yfirskyggir það allt og dynur á fyrr en venjulegt er.
Það er meira að segja farið að rekja aftur í tíann hverjir kynnu að hafa rjátlast inn á þennan bar áður en öll ósköpin byrjuðum hverjir hafi verið hve lengi og sagt hvað, og þykir hvert hugsanlegt innlit og smáatriði stórfrétt og efni í miklar vangaveltur og rannsóknarblaðamennsku.
Fróðlegt verður að sjá hve lengi verður hægt að teygja þennan lopa frameftir aðventunni og jafnvel yfir jólin sjálf.
Fari það á þann veg gæti þessi síðasti hluti ársins fengið síðar heitið Klausturs-aðventa eða jafnvel líka Klaustursjól.
Tóku ekki þátt í tali þingmannanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta mál væri ógnarstórt sama hvaða tíma árs það hefði mkomið upp og þennan lopa þarf að teygja þangað til vikomandi æxli ábyrgð og segi af sér.
Ekkert annað er boðlegt....svo er nú það.
Ívar Ottósson, 10.12.2018 kl. 06:59
Það sem siðanefnd Alþingins þarf að taka á er framkoma þingmanna á Alþingi.
Munnsöfnuður í pontu og umgengni við skattfé landans. Misnotkun við atkvæðakaup en þó einkum til beins personulegs fjárhagslegs ávinningas.
Alltof mörg dæmi eru um hvort tveggja. Virðing alþingis verður ekki uppreist með því að fórna nokkrum þeirra fyrir mismiklar sakir, en halda svo áfram að sýna almenningi vanvirðingu í orði og æði.
Að gera samnafnara alls þess sem miður fer hjá alþingismönnum að forseta þingsins sýnir vel hversu langt þeir eiga í land með að öðlast þá viðingu sem æskilegt værið að þeir nytu.
Landfari, 10.12.2018 kl. 09:03
Það er gaman að sjá nafni hvernig hógværðin hefur smátt og smátt tekið yfir skrif þín um Klausturaðventuna.
Mætti halda að þú hafir lesið skrif Ögmundar núna um helgina.
Og lært af þeim.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.12.2018 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.