Allt saman lygi segja Trumpsinnar.

Nýlega var Íslendingur sem ég þekki, Ásta Þorleifsdóttir, á ferð um Himalayafjöll og hefur greint frá bráðnun jöklanna þar og myndun nýrra stöðuvatna af þeim sökum, sem greint er frá í tengdri frétt á mbl.is.

Hér á landi hafa ný stöðuvötn myndast af sömu ástæðu, hlýnun loftslags á jörðinni, svo sem Jökulsárlón, Fjallsárlón og lón við jaðar Brúarjökuls.

Ásta Þorleifsdóttir er jarðfræðingur sem ég hef þekkt vel um árabil og ég trúi jafn vel því sem hún segir og mínum eigin augum, sem hafa fylgst með hliðstæðum fyrirbærum í návígi áratugum saman hér heima.

En harðsnúinn hópur Trumpsinna segir okkur Ástu fara með lygar, því að "jöklarnir hafi farið stækkandi undanfarin ár", "Grænlandsjökull hækkar og fer stækkandi" og að upplýsingar alþjóðlega vísindasamfélagsins séu lygar og falsfréttir. 

Sumir hafa spurt mig, hvers vegna ég sé sífellt að gera þessar fullyrðingar Trumpsinna að umræðuefni hér á síðunni. 

En það er óhjákvæmilegt, þegar maður er sífellt talinn fara með lygar og rangfærslur, og líka vegna þess að sá síbyljusöngur hefur tvennan tilgang: 

Að gera síendurteknar fullyrðingar Trumpsinna að sannleika -

og / eða

ef það tekst ekki til fulls, að vinna samt þann sigur að koma umræðunni á það plan, að vegna þess hve ólík sjónarmið vegist á, sé engu lengur að treysta til eða frá, - að vísindalegar rannsóknir og upplýsingaöflun séu fáfengilegar grillur og skást að trúa engu. 

Sem er það sama og að ónýta sem flest mikilsverð mál. 

Nú liggur fyrir að hin bandarísku stjórnvöld sem Trump ræður yfir, beita öllum tiltækum ráðum til þess að vinna gegn því samkomulegi sem kemur út úr loftslagsráðstefnunni í Póllandi og setja fram ný gögn um það að það þurfi að auka kola- og jarðefnaeldsneytisframleiðsluna á jörðinni, og í söng aðdáenda Trumps kemur fram, að Sahara megi vel verða aftur græn og gróðri vafin. 


mbl.is Stöðuvötn Himalaja tifandi tímasprengja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Andúd ykkar umhverfissinna á gróðri er öll hin dularfyllsta.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.12.2018 kl. 23:07

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Aðal ritsjóri kafla IPCC um Himalajajöklana, frá árinu 2014, Rajendra Pachauri, var staðinn að fölsunum í skýrslunni og var það um síðir viðurkennt en auðvitað voru notuð væg lýsingarorð um falsanirnar, eins og "blunder" og human failure".

Sjá hér: 

https://www.theguardian.com/environment/2010/may/14/rajendra-pachauri-defends-ipcc-report

og hér:

https://www.theguardian.com/environment/2010/jan/20/ipcc-himalayan-glaciers-mistake

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.12.2018 kl. 00:43

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta átti að vera skýrslan frá 2007 en viðurkenningin kom ekki fyrr en 2014

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.12.2018 kl. 00:45

4 Smámynd: Tryggvi Helgason

Fyrst að vatns búskapurinn er svona góður í Himalaja fjöllunum, er þá ekki tilvalið að setja stíflur í vötnin, og virkja rennslið fyrir umhverfisvænt rafmagn? Nóg er nú fallhæðin þarna!

Tryggvi Helgason, 16.12.2018 kl. 00:46

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Andúð á gróðri."  Farðu inn á Spotify eða Safndiskinn "Hjarta landsins", Ásgrímur,og hlustaðu á lagið "Á grænni grein" eða líttu á ljóðið í samnefndri nýútkominni bók, og segðu mér hvernig þú getir lesið "andúð á gróðri" út úr því. 

Skekkjur í fyrrnefndum skýrslum, Gunnar, eiga sem sagt að stimpla það sem er að gerast í Himalayafjöllum sem algera lygi, þvert ofan í það sem blasir við öllum sem þangað koma. 

Ég trú Ástu Þorleifsdóttur betur en þér Gunnar minn, sem hefur þó komið þangað, en það er líklega meira en þú getur sagt. 

Ómar Ragnarsson, 16.12.2018 kl. 01:25

6 identicon

Ætli þeir hjá veðurstofu Danmerkur séu Trumpsinnar?

https://www.dmi.dk/en/groenland/maalinger/greenland-ice-sheet-surface-mass-budget/

Elló (IP-tala skráð) 16.12.2018 kl. 08:23

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er ekki beinlínis lygi það sem sagt hefur verið um jökla Himalaja, en miklar ýkjur er það og það hefur verið staðfest. Sömuleiðis spádómarnir, þeir eru meira og minna ágiskanir, enda eru reiknimódelin meingölluð samkvæmt aðal höfundi þeirra, Freeman Dyson, þekktum og virtum loftslagsvísindamanni, sem nú er kominn á eftirlaun á tíræðisaldri.

Hann og fleiri loftslagsvísindamenn, þ.á.m nóbelsverðlaunahafi (sem ég man ekki nafnið á í augnablikinu)sem komnir eru á eftirlaun, hafa sagt- og finna má á youtube og víðar, að þeir hafi ekki þorað að tjá sig um efasemdir sínar um áhrif mannsins á hlýnun undanfarna áratugi og um meintar afleiðingar hlýnunarinnar, af ótta við að lenda í hakkavél "mainstream" umræðunnar og fá á sig einhvern ógeðfelldan stimipil, eins og "afneitunarsinni" eða "Trumpisti". Eða eins og einn þessara vísindamanna sagði; "Þeir geta ekki rekið mig núna".

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.12.2018 kl. 12:39

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Og af því þú nefnir Ástur Þorleifsdóttur jarðfræðing (ekki loftslagsfræðing). Þú trúir öllu sem frá henni kemur, segir þú. þá er Tjörnin í Reykjavík væntanlega ekkilengur til. Hún fullyrti í skýrslu sem hún gerði árið 1987 og var gerð í áróðurskyni gegn áformum um byggingu ráðhúss í nv-horni Tjarnarinnar, að Tjörnin myndi hverfa á 3 vikum ef ráðist yrði í að grafa grunninn að húsinu. Sem jarðfræðingur var hún þó þar á heimavelli... blessunin.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.12.2018 kl. 15:59

9 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Það er nú eiginlega ekki alveg sanngjarnt að setja alla þá sem efast um heimshlýnun af mannavöldum undir einn og sama hattinn og kalla þá alla saman Trumpista. Enn hef ég hvergi séð staðfest, með vísindalegum rökum, hvert kjörhitastig Móður Jarðar er, eða hvert magn CO2 telst vera "rétt". Ofsafenginn upphrópanaflaumur um dómsdag á næstu dögum, er ekki til að auka á trúverðugleika þeirra sem telja sig ekki til Trumpista, heldur hinna einu sem allt vita betur.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 16.12.2018 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband