Fólk er almennt vakandi og á ferli 18 tíma á sólarhring, en sefur í átta tíma.
Álitamál varðandi stillingu klukkunnar snúast um það hvenær á þessum 18 klukkustundum sé heppilegast að það sé bjart og einnig á hvaða tíma ársins það er.
Miðað við svefnvenjur flestra fækkar birtustundum í vöku að meðaltali um kortér á dag ef klukkunni verður seinkað.
En þá má benda á það að á þeim tíma ársins, sem myrkur á vökutíma veldur mestu þunglyndi og depurð, frá nóvember fram í febrúar, myndi seinkun klukkunnar stytta þetta tímabil morgunmyrkurs á vökutíma um sex vikur.
Málið snýst því um það hve miklu dýrmætari bjartar morgunstundir séu fyrir sál og heilsu heldur en síðdegisstundir.
Breyting fjölgar ekki birtustundum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú hafa ýmsir fræðimenn komið fram og staðhæft að það að vakna í björtu sé mikilvægara en að hafa bjart lengur fram eftir kvöldi. Þetta kann vel að vera rétt. Af þessu draga þeir þá ályktun að verði klukkunni seinkað muni unglingar sofa betur og minna verði um þunglyndi. Almenningur tekur þessu eins og nýju neti enda eru doktorsgráður oft sterkari en skynsamleg rök þegar þarf að sannfæra fólk um eitthvað sem það hefur ekki þekkingu á.
En ég er svolítið hræddur um að þarna gleymist það að á Íslandi er myrkur langt fram eftir morgni á veturna en bjart allan sólarhringinn á sumrin. Þessi jákvæðu áhrif eiga því eiginlega bara við þann tiltölulega stutta tíma ársins sem sólin kemur upp um áttaleytið, sem yrði þá um sjöleytið eftir seinkun. En á sumrin og veturna skiptir þetta nákvæmlega engu máli.
Þorsteinn Siglaugsson, 16.1.2019 kl. 09:03
Þarna er líklega komin skýringin á því hversu Ómar hefur komið gríðarlega miklu í verk um ævina. Það virðast nefnilega vera 26 tímar í sólarhringnum hjá honum
Gylfi Þór Orrason (IP-tala skráð) 16.1.2019 kl. 13:04
Þorsteinn, ég er að hluta til ósammála einu. Á sumrin og veturna skiptir þetta máli á þann hátt að kluttu-miðnætti verður nær náttúrulegu miðnætti. Þannig má við réttar aðstæður njóta miðnætursólar og norðurljósa án þess að fara í bælið um miðja nótt. Veit ekki hvort þetta skiptir máli fyrir marga í stóra samhenginu enda hefur það ekki komið mjög oft fyrir í umræðunni.
Edda Björk Ármannsdóttir, 16.1.2019 kl. 13:06
Þorsteinn, ég er að hluta til ósammála einu. Á sumrin og veturna skiptir þetta máli á þann hátt að klukku-miðnætti verður nær náttúrulegu miðnætti. Þannig má við réttar aðstæður njóta miðnætursólar og norðurljósa án þess að fara í bælið um miðja nótt. Veit ekki hvort þetta skiptir máli fyrir marga í stóra samhenginu enda hefur það ekki komið mjög oft fyrir í umræðunni.
Edda Björk Ármannsdóttir, 16.1.2019 kl. 13:15
Tek undir með Ómari. Bjartar morgunstundir eru dýrmætari en kvöldstundir. Og það er misskilningur að þær komi svokölluðu A-fólki betur en B-fólki.
Sjálf telst ég B (ef ekki C) og morgunmyrkrið tvöfaldar áhrifin fyrir okkur. Hrein þjáning er að rífa sig upp í myrkrinu yfir háveturinn og mæta til vinnu, en aðeins notalegt að hvíla sig heima eftir vinnudaginn í rafljósinu. Um að gera að stytta þann þjáningartíma.
Auðvitað er þetta ekkert vandamál að sumarlagi, en það er einmitt þá sem hægt er að grilla og golfa allan sólarhringinn - ef vill.
Kolbrún Hilmars, 16.1.2019 kl. 14:16
Já Edda. Þetta er örugglega hárrétt. Hversu miklu máli það skiptir veit ég ekki, en væntanlega skiptir það í sjálfu sér ekkert minna máli en annað í þessu samhengi. Ég held í það heila tekið að það sé verið að blása upp úr öllu valdi mikilvægi þess hvort klukkan er klukkutíma meira eða minna þegar maður vaknar á morgnana eða fer að sofa á kvöldin. Þetta verður aldrei "rétt" neins staðar í heiminum því þá þyrfti tíminn að vera einhvern veginn fljótandi helst, og þegar við bætist að á sumrin er alltaf dagur og á veturna alltaf nótt verður nú ennþá minna tilefni til að vera að velta sér upp úr þessu.
Þorsteinn Siglaugsson, 16.1.2019 kl. 14:34
Loks kemur eitthvað af viti í þessa umræðu, auðvitað er þetta eina sem skiptir máli, hvort fólk vilji frekar, bjarta morgna eða björt síðdegi. Annað skiptir bara engu máli, ekki á neinn hátt.
Þeir sem fara seint að sofa í dag og eiga erfitt með að vakna, munu gera það eftir sem áður, klukkan breytir því ekki.
Kannski nú sé hægt að fara að ræða þetta mál af viti, þ.e. hverjir vilja hafa bjart á morgnana og hverjir síðdegis, þá fáu daga sem þetta skiptir máli. Sjálfur kallast ég víst A maður, fer að sofa á undan öllum á heimilinu og er kominn á fætur eldsnemma. Því mætti ætla að ég vildi hafa bjarta morgna. Það er þó alls ekki, vil mikið heldur hafa lengur bjart síðdegis.
Ekki ætla ég að færa nein sérstök rök fyrir því, þetta er bara minn vilji.
Reyndar eru ekki nema tiltölulega fáir dagar á ári þar sem þetta skiptir máli. Að öðrum hluta fellur þetta um sjálft sig. Við búum jú norðan við 63 breiddarbaug.
Gunnar Heiðarsson, 16.1.2019 kl. 17:09
Mér finnst sjálfsagt að sýna sólkerfinu þá virðingu að setja klukkuna sem næst 12 þegar sól er í suðri.
Verði klukkunni seinkað ætla ég að halda armbandsúrinu mínu óbreyttu þannig að ég geti notað gamla tímann þegar sá nýji hentar mér ekki til dæmis á björtum sumarmorgnum! Ekki vandamál bara lausnir.
Sigurjón Hauksson (IP-tala skráð) 16.1.2019 kl. 18:00
Sem fréttamaður til æviloka er það síðuhafa í hag að birta sé fyrir hendi sem lengst síðdegis, ef fljúga þarf sjónflug með fréttaefni.
En ef ég sleppi því. vegur það afar þungt í mínum huga, hve óheppileg áhrif það hefur á sólris í janúar og febrúar, að færsla hádegisins fer í öfuga átt og seinkar því að birtutíminn hefjist á vökutíma.
Ómar Ragnarsson, 16.1.2019 kl. 20:23
Sigurjón Hauksson, viljir þú sýna sólkerfinu virðingu þá hundsar þú algerlega hvaða númer nútímamaðurinn hefur sett á stöðu sólar og lætur miðju dags vera þinn hápunkt dagsins, eins og forfeður okkar gerðu og aðrar dagverur í milljónir ára hafa gert. Þegar sól fer að síga aftur þá værir þú búinn að vaka jafn margar stundir og þú ættir eftir að vaka. Og þú fengir jafn margar birtustundir á hvorum helmingi dagsins. Að átta eða níu stundum eftir að þú vaknar og átta eða níu stundum áður en þú gengur til hvílu væri sól í hæstu stöðu. Vaknir þú venjulega á númer sjö þá ætti sólin að vera í hæstu stöðu á númer fimmtán eða sextán, væri allt eðlilegt í sólkerfinu.
Davið12 (IP-tala skráð) 16.1.2019 kl. 21:33
Sólkerfið skiptir kannski ekki endilega svo miklu máli nú, á tímum raflýsingarinnar.
Þorsteinn Siglaugsson, 16.1.2019 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.