Gott hjá Aroni.

Það hefur munað meira úm framlag Arons Pálmarssonar í leik íslenska landsliðsins en sumir gagnrýnendur hans hafa haldið fram á samfélagsmiðlum, jafnvel með þeim orðum að hann sé ofmetinn öllum öðrum leikmönnum fremur.

En markatala hjá einstökum leikmönnum segir ekki allt í flokkaíþrótt, og niðrandi ummæli af þessu tagi verða að teljast nokkuð djarfleg andspænis lofi helstu handboltasérfræðinga heims, forráðamanna félaga, þjálfara, leikmanna og íþróttablaðamanna, þar sem Aron er nefndur sem einn af bestu handboltanönnum heimsm sem geti labbað inn í hvaða meistaralið sem er.

Í lýsingum og greiningum sjónvarpsmanna hefur hið mikla framlag landsliðsfyrirliðans til liðsheildarinnar komið glöggt fram, og einn þáttur þess framlags er að vera málsvari liðsfélaga sinna jafnt utan sem innan vallar.   


mbl.is Aron ekki sáttur (myndskeið)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Aron Pálmarsson er einn af 5 bestu leikmönnum heims í handknattleik. Þeir sem hafa gagnrýnt hann mest eru örugglega þeir sem hafa aldrei spilað handbolta og vita ekki að leikurinn snýst ekki bara um að skora mörk. Hann er í hæsta gæðaflokki í öllum þáttum handboltans og það vita þeir sem hafa vit á íþróttinni.Aron er búinn að vera frábær í þessu móti og gleymum því ekki að hann hefur verið að berjast við veikindi á þessu móti.

Ragna Birgisdóttir, 18.1.2019 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband