Hvað um bílljósin?

Af einhverjum ástæðum virðist oft erfiðara að mæta nýjustu bílunum með skæru LED-ljósin sín í myrkri en bílum með eldri ljósum.

Hvers vegna?

Margir ökumenn slíkra bíla virðast líka svo uppnumdir af þeirri ljósadýrð sem öflugur ljósabúnaður bíla þeirra gefa, að þeir beita honum langt umfram þarfir, öðrum vegfarendum oft til erfiðleika og skapraunar. 

Síðan er mibeiting ljósa við akstur á efti öðrum bílum efni í heilan bloggpistil. 


mbl.is LED-lýsing getur haft áhrif á svefn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Ómar,

Bæði LED og Xenon (HID) ljós eru mér og mörgum öðrum ökumönnum mjög erfið vegna glýju.  En það er hægt að slá mjög verulega á það með því að nota gulrætur öryggisgleraugu við akstur.  Þau sía út mikið af bláa litrófinu, sem veldur glýju og hafa reynst mér frábærlega!  Ég var með lánsbíl í nokkra daga sem var með LED ljósum.  Það er mikill munur á því hvað litir sjást betur með LED heldur en með halogen ljósum, en ég varð var við að ökumenn voru að blikka mig þó ég væri með lágu ljósin.  

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 27.1.2019 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband