31.1.2019 | 23:52
"Hryggjarstykki" farartækja. Margþætt bylting
Langmikilvægasti, dýrasti og að mörgu leyti flóknasti hluti hvers farartækis er svonefnt "center section" sem kalla mætti hryggjarstykki.
Allir stærstu bílaframleiðendur heims eru með grunngerðir miðhluta eða undirvagna, sem eru gegnumgangandi í gegnum alla venjulega fólksbíla, jepplinga og fjölnotabíla.
Samvinna bílaframleiðenda um gerð hryggjarstykkja fer sívaxandi, eins og sjá má til dæmis á samvinnu Hyundai og Kia.
Einhver hefði bölvað sér upp á það fyrir nokkrum árum að jafn metaðarfull fyrirtæki og BMW og Toyota myndu sameinast um gerð sportbíls, sem heitir BMW Z4 og Toyota Supra.
En sú er raunin.
Fyrsti bíllinn, sem framleiddur var í milljónum eintaka, alls 15 milljónum, var sígilt dæmi um nauðsyn sem mestrar einföldunar, þrátt fyrir kröfur um fjölbreytni.
Það var Ford T. 1908-1927. Hann var í grunninn sami bíllinn, þótt hann væri líka framleiddur sem vörubíll.
Þegar kemur að kröfunni um einfalda hönnun og smíði hefur rafhreyfillinn með tilheyrandi drifbúnaði hreint ótrúlega yfirburði yfir bulluhreyflana hvað snertir einfaldleika.
Af því leiðir, að ef þessum yfirburða einfaldleika er fylgt eftir með alveg nýrri og einfaldari gerð af hryggjarstykki, nýtur rafbíllinn þessara yfirburða.
Þessvegna veðjar Volkswagen á gerð slíks stykkis fyrir rafbíla sem burðarás fyrir gengi fyrirtækisins næstu áratugi.
Þótt framfarir séu í gerð rafhlaðna og þær verði viss dragbítur hvað varðar þyngd, mun nýtt fyrirkomulag varðandi umráðamenn rafbíla verða til þess að dragbíturinn hverfi að miklu leyti.
Það verður til dæmis minnsta mál að aka í striklotu á rafbíl fram og til baka milli Akureyrar og Egilsstað, - einfaldlega stigið ekið af stað og skipt um bíl eftir þörfum á skiptistöðvum á leiðinni.
Slík kerfi eru að verða til í nokkrum borgum í heiminum hvað varðar rafknúin vélhjól og um hreina byltingu að ræða, til dæmis með útskiptanlegum rafhlöðum og rafhjólum.
Tælenska fyrirtækið Gogoro er komið einna lengst með uppsetningu fullkomnins kerfis 757 skiptistöðva á 350 þúsund manna höfuðborgarsvæðisins Taipei og Tævanarnir eru að hasla sér völl víðar, til dæmis í Evrópu.
Volkswagen vill greiða Tesla náðarhögg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.