Þessi pistill er nokkurs konar framhald af þeim næsta á undan vegna neikvæðrar umræðu um listaverk á almannafæri, úti seam inni, og margir nöldra yfir sem óþarfa og bruðli.
Gegn slíku sjónarmiði má tefla öðru sjónarmiði, sem sé því, að í svölu veðurlagi með löngu skammdegi á hala veraldar sé sérstök þörf á einhverju, sem léttir lund og er hluti í þeirri nauðsyn að kunna að gera sér dagamun.
Perlan er gott dæmi um slikt þótt mikið væri nöldrað yfir kostnaðinum við hana og framúrkeyrslu í kostnaði.
Stærsti jólasveinn í heimi í smáþorpi á Finnmörku í Noregi er dæmi um sérviskulegt en skemmtilegt mannvirki, sem léttir lund vegfarenda og verður þeim minnisstætt.
Áður en lagt verður í að reisa pálmatré í stækkuðu Vogahverfi hlýtur það að verða aðalatriðið hvort þetta uppátæki sé framkvæmanlegt úr því að í ljós hefur komið að hliðstæð hugmynd mistókst í Perlunni.
Hér á síðunni hefur áður verið minnst á skemmtilega og eftirminnilega styttu í Þrándheimi, sem stendur á gangstétt við eina af aðalgötum borgarinnar.
Hún er af Hjalmari Andersen, "Hjallis", sem var besti skautahlaupari heims í kringum 1950 og skærasta stjarnan á Vetrarólympíuleikunum í Oslá 1952.
Þarna er hann frambeygður í hlaupastellingunni með aðra hönd límda við bakið en hina i sveiflu, og bæði staðurinn og stellingin gera þessa styttu ógleymanlega.
Hér heima má nefna þrjú nöfn Íslendinga, sem hafa hlotið heimsfrægð og gæti verið skemmtilegt að gera myndastyttur af á viðeigandi stöðum.
Stytta af Helga Tómassyni ballettdansara og ballettmeistara í dansarastellingu mætti heilsa leikhúsgestum við anddyri Þjóðleikhússins, og Björk gæti verið í svansbúningi sínum við Tjörnina.
Stytta af Vigdísi Finnbogadóttur með íslenska orðabók í hönd gæti verið nálægt Húsi Vigdísar.
Raunverulegt draumalandslag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er í raun õverjandi og óþolandi þegar ráðamenn bruðla með fjármuni í stað þess að annast þegna sína. En um leið verður að viðurkenna að heimurinn væri rislítill ef þeir hefðu ekki gert það í gegnum söguna. Engir pýramídar, ekkert Taj Mahal, ekkert Angkor Wat, engin Notre Dame, enginn Big Ben, engin Akripolis, engin Hallgrímskirkja.
Bjarni (IP-tala skráð) 2.2.2019 kl. 10:57
Allt, nema Hallgrímskirkja, í þessum pistli "bjarni", er tilkomið vegna stolinna peninga og/eða stríðsgróða stórveldanna og /eða einræðisherranna í hvert skipti sem þú nefnir "monumentin" við. - Haltu áfram að telja, og þá áttar þú þig á þessu. Spánn, Ítalaía, Frakkland, Þýzkaland o.s.frv.
Már Elíson, 3.2.2019 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.