Árangur Reykjavíkurfundarins að fjara út?

Höfði er merkur sögustaður sem við Íslendingar erum stoltir af, því að sagnfræðingar hafa varpað ljósi á að þar hófst sú þíða í samskiptum risaveldanna sem endaði með samningnum 1987, endalokum Kalda stríðsins og trausti á milli NATO og Rússlands sem entist fram undir aldamót. 

En síðan hefur hallað undan fæti eftir að fjaraði undan heiðursmannasamkomulagi Bakers og Bush eldri við Gorbatsjof um hemil á útþenslu NATO upp í hlaðvarpa Rússlands. 

Nú er að hefjast nýr kafli í samskiptum kjarnorkuveldanna, sem getur keyrt fáránlegt og glæpsamlegt eldflaugakapphlaup af stað af nýju. 

Úr ákveðnum orðum Pútíns má að vísu lesa, að hann vonist til að hægt verði að fresta stjórnlausu kapphlaupi fram yfir næstu forsetakosningar í Bandaríkjunum, en þar er ekki á vísan að róa. 

MAD (GAGA) er svo gríðarleg ógn við tilvist mannkynsins og allt líf á jörðinni, að allt bliknar í samanburði við það. 

Nú fer um mann gamalkunnur hrollur frá árinu 1949 þegar Sovétríkin sprengdu fyrstu kjarnorkusprengju sína. 

Síðuhafi man vel eftir þeim ótta sem læstist um heimsbyggðina á því ári stofnunar NATO og loka loftbrúarinnar til Berlínar. 

Æ síðan hefur draumurinn um tryggan frið verið efst í huga. Nú er spurning hvort kynslóðin sem man atburðina í upphafi Kalda stríðsins mun lifa þann dag sem unninn verður bugur á þessari óþolandi ógn. 


mbl.is Rússar rifta kjarnorkuvopnasamkomulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Árangur fundarins var nú fyrst og fremst sá að flýta hruni Sovétríkjanna. En það er spurning hvað á að kalla það sem kom í staðinn fyrir þau?

Þorsteinn Siglaugsson, 2.2.2019 kl. 11:42

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rússland tók öll kjarnavopn Sovétríkjanna til sín, meðal annars með samningum við Úkraínu. 

Ómar Ragnarsson, 2.2.2019 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband