Einstæð tekjuskattfríðindi nægja sem sagt ekki?

Nú er það í fréttum, að íslenska ríkið mun þegar upp verður staðið borga fimm milljarða króna með kísilverksmiðjunni á Bakka við Húsavík í formi sértækra framlaga til samgöngumannvirkja og fleira. 

Sú verksmiðja mun þó ekki fá nema lítið brot af þeim fríðindum sem Alcoa nýtur vegna álversins í Reyðarfirði, en slík fríðindi eru aldeilis dæmalaus. 

Í orkusamningnum við Alcoa fékk fyrirtækið því framgengt að sett yrði ákvæði, sem bannar íslenska ríkinu að setja þak á tilfærslur taps eða gróða á milli dótturfyrirtækjanna og móðurfélagsins. 

Með þessu sérstaka fríðindaákvæði var fjárveitingavald Alþingis í raun tekið af þvi hvað þetta varðar í heil 40 ár. 

Af þessu leiðir að með bókhaldstilfærslum og bókhaldsbrellum er Alcoa gert mögulegt að verða tekjuskattlaust og getur sú upphæð numið meira en tíu milljörðum á ári. 

Fimm milljarðarnir á Bakka fela í sér eingreiðslu, sem er aðeins lítið brot af þeim tugum eða jafnvel hundruðum milljarða sem Alcoa getur fengið á 40 ára gildistíma samingsins við Landsvirkjun og íslenska ríkið. 

Tveir Bakkar á ári ef svo ber undir. 


mbl.is Sex sagt upp hjá Fjarðaáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lengi vel þá mátti íslenska þjóðin ekki vita hvað stórðjan var að greiða per kWstund. Nú er ég bara svo grænn að ég veit ekki hvort þetta er leyndarmál ennþá?

Þetta er sérstaklega áhugvert í dag þar sem Þjóðarsjóðurinn svo nefndi byggir á greiðslum úr vasa almennings fyrir rafmagnið

Grímur (IP-tala skráð) 2.2.2019 kl. 17:08

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er enn reynt að leyna öllum styrkjum, niðurgreiðslum og öðrum þjófnaði á skattfé landsmanna sem tengist framkvæmdum af þessum toga, og hefur þann tilgang að kaupa atkvæði handa spilltum stjórnmálamönnum af þeim sem hafa þau til sölu.

Þorsteinn Siglaugsson, 2.2.2019 kl. 18:07

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er mikið búið að tala um að áfyrirtækin fái rafmagnið fyrir lítið.  En það er ekki nóg með að álfyrirtækin fái rafmagnið fyrir lítið heldur ber það 11% virðisaukaskatt og þar sem næstum ÖLL framleiðsla álfyrirtækjanna fer til útiflutnings fá þau ALLAN innskatt ENDURGREIDDAN frá ríkinu.  Ekki einungis fá þau 9,91% "afslátt" af rafmagninu heldur eru endurgreidd 19,35% af allri vinnu iðnaðarmanna og öllum aðföngum sem bera virðisaukaskatt.  Á árunum 2011-2015 námu þessar greiðslur til álfyrirtækjanna 236,5 MILLJÖRÐUM króna á verðlagi þeirra ára, sem er náttúrulega mun hærri upphæð í dag.  Lögin um virðisaukaskatt tóku gildi 1. janúar 1990.Áður en virðisaukaskatturinn tók við hérna fengu þessi fyrirtæki ekki viðlíka "styrki" frá Íslenska ríkinu.  Man einhver eftir því þegar Álverið í Straumsvík átti í harðvítugum kjaradeilum og vildu FJÖLGA hjá sér verktökum?  Nú vita menn ástæðuna....

Jóhann Elíasson, 2.2.2019 kl. 20:20

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nákvæmlega Jóhann!

Þorsteinn Siglaugsson, 2.2.2019 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband