Hve lengi verður forsetinn einn?

Ein meginástæða lúmskrar undiröldu í kjaramálum, sem birtist í fylgi Sósíalistaflokks Íslands er aðgerðarleysi íslensku elítunnar og yfirstéttarinnar gagnvart afrakstri sjálfstöku hennar hvað varðar eigin launahækkanir, sem hafa gengið fram af svo mörgum. 

Í meira en ár hefur meira að segja maður, sem sjálfur sagðist hafa verið meðal innvígðra og innmúraðra í Sjálfstæðisflokknum spurt spurninganna sem brenna á vörum margra: Hvenær ætlar elítan að skilja þetta og bregðast við?

Forseti Íslands var hinn eini sem afsalaði sér hluta launa sinna til góðgerðarmála eftir hinn makalausa úrskurð Kjaradóms, sem var búinn til að æðstu valdamönnunum sjálfur, og ætli ástæðan hafi ekki verið að miklu leyti sú, að forsetinn er eini ráðamaðurinn sem er kjörinn beint af þjóðinni með beinni kosningu?

Beint lýðræði hefur verið sameiginlegt áhugamál okkar Styrmis um áratugaskeið. 

Meira að segja þingmenn Flokks fólksins, sem hefur kjör hinna verst settu sem sitt stóra mál, hafa ekkert aðhafst í ætt við það sem forsetinn hefur gert, heldur barist á banaspjótum Klausturmálsins og rifist um innri peningamál flokksins i blaðagreinum. 


mbl.is Hlusta á það sem fólkið hefur að segja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

                          Og þá þagði þingheimur

,,Samfylkingin er stærst stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna. Hún fær 80 millj­ónir króna en hefði átt að fá 35 millj­ónir króna ef fram­lögin hefðu ekki verið hækk­uð. Mun­ur­inn er 45 millj­ónir króna. Mið­flokk­ur­inn er fær nán­ast sama fram­lag og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, eða 71 milljón króna í stað 31 milljón króna sem hefði fallið honum í skaut ef fram­lag til hans hefði ekki verið hækk­að. Mun­ur­inn er 40 millj­ónir króna. Við­reisn hefði fengið 20 millj­ónir króna ef fram­lagið hefði ekki verið hækkað en fá nú 44 millj­ónir króna. Mun­ur­inn er 24 millj­ónir króna.

Úrdráttur á  Kjarnanum ,,Tveir flokkar sem eiga sæti á Alþingi skrif­uðu sig ekki á sam­eig­in­legt erindi sem sent var til fjár­laga­nefndar Alþingis 18. des­em­ber síð­ast­lið­inn þar sem óskað var eftir við­bót­ar­fram­lag­inu. Þeir eru Píratar og Flokkur fólks­ins. Innra starf þeirra flokka nýtur samt sem áður góðs af hækk­un­inni. Píratar munu fá 60 millj­ónir króna í stað 27, sem er hækkun upp á 33 millj­ónir króna. Flokkur fólks­ins, sem náði í fyrsta sinn kjöri til Alþingis í kosn­ing­unum í haust, fær 45 millj­ónir króna en hefði fengið 20 millj­ónir króna ef ekki væri fyrir við­bót­ar­fram­lag­ið. Það er hækkun upp á 25 millj­ónir króna.''

Leyfði mér að senda þetta hérna inn því Píratar hafa ekki langt sig fram að upplýsa kjósendur um að þeir hafi fullt af peningum sem þeir vildu ekki þingmeirihlutinn neyddi þá til að taka við þessum fjármunum eða um 33 millljónir á ári og svo í leiðinni að Flokkur Fólksins lenti í þessari krísu líka eins og Píratar fá með þessu valdboði þingsins 25 milljónir meira en þeir vildu úr ríkissjóði á ári.

Hvað ætla þessir góðu flokkarnir að gera við þessa óvelkomnu peninga inn á sínar bankabækur? Er hægt að fá upplýsta umræðu um þetta helduru Ómar í fréttaheimum að vita hvað aðilar gera í þessari stöðu við peninga sem þeir vildu ekki  fer eitthvað af þessu beint til samtaka sem hafa það á sinni könnu að hjálpa fátækum sem dæmi væri gott og nauðsynlegt að fá upplýsta uppræðu um þetta?

Baldvin Nielse

B.N. (IP-tala skráð) 3.2.2019 kl. 09:16

2 identicon

Birtist á Kjarnanum 6. janúar 2018 það sem birtist hér fyrir í annari athugasemd hér fyrir ofan og bætti við þessum úrdrætti úr sömu frétt hjá Kjarnanum hér fyrir neðan til að tryggja að þetta málefni verði sem best upplýst eins og ég kan það.

,,Tveir flokkar sem eiga sæti á Alþingi skrif­uðu sig ekki á sam­eig­in­legt erindi sem sent var til fjár­laga­nefndar Alþingis 18. des­em­ber síð­ast­lið­inn þar sem óskað var eftir við­bót­ar­fram­lag­inu. Þeir eru Píratar og Flokkur fólks­ins. Innra starf þeirra flokka nýtur samt sem áður góðs af hækk­un­inni. Píratar munu fá 60 millj­ónir króna í stað 27, sem er hækkun upp á 33 millj­ónir króna. Flokkur fólks­ins, sem náði í fyrsta sinn kjöri til Alþingis í kosn­ing­unum í haust, fær 45 millj­ónir króna en hefði fengið 20 millj­ónir króna ef ekki væri fyrir við­bót­ar­fram­lag­ið. Það er hækkun upp á 25 millj­ónir króna.''

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 3.2.2019 kl. 09:29

3 identicon

Sæll Ómar.

"...heldur barist á banaspjótum...".

"...heldur borist á banaspjót í...".

Húsari. (IP-tala skráð) 3.2.2019 kl. 15:07

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Beint lýðræði hefur verið sameiginlegt áhugamál okkar Styrmis um áratugaskeið. 

 Segir þú Ómar.

-----------------------------------------------------------------------

Hvað áttu við með því?

Að franska kosningakerfið verði tekið upp hér á landi /forsetaþingræði

þar sem að forseti Íslands myndi þá leggja af stað með stefnurnar

í öllum stóru málunum og þyrfti að axla raunverulega ábyrgð á sinni þjóð?

Jón Þórhallsson, 3.2.2019 kl. 15:12

5 identicon

Það er þung undiralda í þjóðfélaginu.

Styrmir hefur verið sem rödd hrópandans í eyðimörkinni og varað við.  Enda veit hann að Sjálfstæðisflokkurinn er að þurrkast út.

Græðgi og sjálfskömmtun þingmanna nær þó til allra flokka á þingi og fullljóst að undiraldan mun skekja alla flokka sem nú eiga fulltrúa á þingi.

Almenningi blöskrar sjálftakan og hin takmarkalausa og ósiðlega og forherta græðgi sem þrífst þar og í æðstu stjórnsýslu landsins.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 3.2.2019 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband