Mikið um að vera í Madrid varðandi umferðarmálin.

Gísli Sigurgeirsson rafeindavirki, sem er þúsundþjalasmiður á sviði rafhjóla og endurbætur á rafbílum, er nýkominn úr heimsókn til Madridar á Spáni og sagði síðuhafa heldur betur sögurnar af því marga sem yfirvöld þar eru að bralla til þess að vinna úr umferðarandamálunum þar.3. Sleipnir á Kaldadal.

Þetta átak til orkuskipta og betri orkunýtingar, auk aðgerða gegn útblæstri, eru enn fjölþættari en greint er frá í tengdri frétt á mbl.is.

Yfirvöldin virðast vita það, sem við Íslendingar virðumst ekki fatta, að hver sá sem ferðast á hjóli, reiðhjóli, rafreiðhjóli, rafknúinni "vespu" eða sparneytnu og útblástursmildu vélhjóli, er í raun að gefa einum auka bílstjóra á einkabíl eftir það rými, sem hjólamaðurinn hefði annars tekið í plássfrekri bílaumferðinni. Honda-Forza-300-2018-13-1200x899

Í Madrid er tæknibylting varðandi hjól af öllu tagi komin á veg með því að opna fyrir fjölbreyttar tækninýjungar varðandi rafknúin hjól á borð við byltinguna sem Gogoro á Tævan hefur staðið fyrir.

Í höfuðborginni þar, um 350 þúsund manna borgarsamfélagi, eru komið net 757 skiptistöðva fyrir rafnhlöður í hjólin, sem ná allt að 80 km hraða og drægni upp á 80-120 kílómetra á hleðslunni.

Útskipting rafhlaðnanna tekur sex sekúndur og notað app eða kort við það sem færir svona endurnýjun orkunnar yfirburði yfir bensíndælurnar á bensínstöðvunum.Microlino og stór jeppi

Honda er á leiðinni með Honda PCX rafhjól og hybrid hjól, (23sm styttra en hjólið á myndinni sem er Honda Forza 125) og margir framleiðendur eru á fullri ferð með álíka útfærslur á því að leysa orku-, útblásturs og rýmisvandamálin í umferðinni.

Nefna má kínverska framleiðandann Niu, hin þýsku Unu, Kumpanhjólin og fleiri, þar sem útskiptanlegar rafhlöður eru komnar í gagnið.

Auk þessa er við hornið aukin notkun rafknúinna örbíla eins og Microlino, Tazzari og hins sænska Unity, þar sem hugvitið sænska er líklegt til afreka. 

Hægt er að leggja þremur Microlino bílum þversum í stæði fyrir einn venjulegan bíl, og séu þrír slíkir bílar á ferð losa þeir pláss í umferðinni fyrir einn auka einkabíl af venjulegri stærð. 

Gísli Sigurgeirsson situr ekki auðum höndum við sína hjólasmíð og endurbætur frekar en fyrri daginn. Náttfari og Léttir.

Hann hefur smíðað rafknúna fjallahjólið Sleipni, breytt tveimur venjulegum reiðhjólum í rafreiðhjólin Sörla og Perlu og á auk þess tveggja manna rafreiðhjól. 

Þar að auki hefur hann endurbætt Mitsubishi i-Miev rafbíl verulega. 

Síðuhafi hefur sömu reynslu og Gísli varðandi það að hjólin nýtist mun betur en Íslendingum er tamt að halda. 

Undanfarin fjögur ár hefur ekki fallið úr vika sem síðuhafi hefur ekki getað notað hjólin tvö, Náttfara og Létti, svo framarlega sem hann hefur verið ferðafær á annað borð. 

 

  

 


mbl.is Hart tekið á mengandi bílum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Áhygaverður pistill, og góðar ábendingar um rafknúin farartæki og framfarir í þeim efnum.

Takk fyrir það.

Hvernig hefur þér gengið að komast ferða þinna undanfarnar 2 vikur á tvíhjóla farartæki ?

Snjóföl liggur yfir öllu, og salt-slabbið á götunum er eitthvert það versta sem ég sem hjólreiðamaður lendi í, þó ekki sé nema við að þvera götur, eða komast stuttan spöl eftir fáförnum íbúðagötum. 

M+ér fannst mun betra að hjóla á veturnar, sem unglingur á Akureyri. Meiri snjór, minna rutt, verra úrval af vetrarbúnaði reiðhjóla,  en ekkert salt-slabb á götum eða stígum. 

Hefur þú eitthvað verið á ferðinni undanfarnar vikur á tvíhjóla farartæki ?

Alltaf áhugavert að heyra reynslusögur, hvernig rafknúin farartæki standa sig hérlendis.

Ég hef áhuga á þessum orkuskiptum, en hef veigrað mér við að eignast rafbíl, vegna efa um rafhlöðugæði og endingu.

Hef slæma reynslu af rafhlöðum og kulda.

Þrír einstaklingar í minni fjölskyldu hafa nokkuð mikla menntun og vinna á sviði rafmagnsfræði af mismunandi tagi.  Þeir aka allir um á nýlegum bensín eða díselknúnum bifreiðum. Meira að segja allir fyrirtækis-bílar í flota eins þeirra eru bensín eða dísel-knúnir. Það finnst mér merkilegt, af fyrirtæki sem sýslar með rafmótora allan daginn.

Alltaf áhugavert að heyra af innlendum aðilum, sem kunna að betrumbæta fjöldaframleiddan búnað á þessu sviði. 

Ég hef grun um, að slíkir einstaklingar gætu haft meira en nóg að gera í nánustu framtíð.

Kveðja.

Heimir H. Karlsson 

Heimir H. Karlsson (IP-tala skráð) 3.2.2019 kl. 23:01

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Faraldurinn sem nú er farinn fram úr ölvun við akstur sem mesti valdur banaslysa og alvarlegra slysa hitti mig fyrir 2. janúar. 

Umferðarstofa er að hefja herferð, en þetta felst í því sem ég kalla "fjarverandi vegfarendur" sem eru á kafi i snjallsímum sínum eða öðrum lestri og aka á fullri ferð framan á eða aftan á önnur farartæki. 

Í minu tilfelli var það maður á rafhjóli sem ég var að mæta á hjólastígnum yfir Geirsnefið, sem ég sá á ágætlega löngu færi, og datt ekki annað í hug en að hann sæi mig. Þetta var í aflíðandi beygju svo að ég get þá ekki séð, að maðurinn var víst þegar farinn að sveigja til vinstri. 

Þegar hann kom nær reyndi ég að sveigja frá honum út af brautinni en hann sveigði þá bara enn lengra út á öfugan kant svo að við rákumst saman og féllum báðir, ég axlarbrotnaði og hlaut sá á hné og olnboga en hann hruflaðist. 

Í ljós kom að hann hafði aldrei séð mig því að hann var alveg upptekinn við að reyna að lesa af litlum rafhlöðumæli á hjóli sínu, horfði niður og sá um leið móta fyrir máðri miðlínu. 

Þegar miðlínan hvarf fattaði hann það ekki strax og sveigði til vinstri í veg fyrir mig. 

Af þessum sökum hef ég ekkert getað notað hjólin og er nú kominn i sjúkraþjálfun. 

Ég sé hins vegar að göngu- og hjólastígar hafa verið mokaðir og af reynslu frá síðustu fjórum árum, að þeir eru færir, enda eru hjólin mín með besta fáanlega vetrarmynstri og fullkomlega mögulegt að nota þau, svo framarlega sem maður er ekki beinbrotinn og lemstraður eftir umferðarslys, sem fer fjölgandi og eru orðin að allsherjar faraldri. 

Ómar Ragnarsson, 4.2.2019 kl. 06:52

3 identicon

Brezk rannsókn frá því fyrra sýnir að fjölgun hjólreiðaswtíga hefur ekki fjölgað hjólreiðamönnum, en fjölgað alvaarlegum slysum um 20%. Gleymist stundum að hjólreiðar eru hætttuleg jaðaríþrótt.

GB (IP-tala skráð) 4.2.2019 kl. 07:35

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Af tvennu illu vil ég frekar fá reiðhjól með manni á öfugum vegarhelmingi framan á mig á 20 km hraða en bíl með manni á öfugum vegarhelmingi framan á mig á 80 km hraða. 

Ómar Ragnarsson, 4.2.2019 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband