4.2.2019 | 09:50
Milljónum fugla og dýra sem plastið drepur, fjölgar hratt.
Myndir frá dauðaeyjunni Midway úti í miðju Kyrrahafi þakinni plastrusli og kvöldum fuglum og dýrum segja sína sögu um aðfarir manna í þúsunda kílómetra fjarlægð.
Mögnuð er myndin af stækkandi fljótandi eyju, gerðri úr plastrusli með svipuðum ummerkjum dauða og þjáningar og myndir víða aðaf dauðum hvölum og sjávardýrum af völdum plasts.
Hér heima á Fróni, langt frá öðrum löndjum blasa við fjörur, þar sem plastrusl nemur tugum tonna og myndir af því ættu að hreyfa við fólki.
Að ekki sé nú talað um þær niðurstöður rannsókna að útbreiðsla plastagna í vefjum dýra og manna fari einnig vaxandi.
Samt má heyra úrtöluraddir og nöldur yfir því að nokkuð sé gert til að stemma stigu við þessu fargani, að því er virðist vegna þess hve allt manngert bruðl sé gott fyrir guðinn hagvöxt.
Dauðastríð hjartar í plastflækju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nöldrið er vegna heimskulegra athafna til að stemma stigu við plastmengun í sjó. Að banna burðarpoka við kassana í verslunum á Íslandi og plast drykkjarrör minnkar ekkert plastmengun í sjó. Sérstaklega í okkar heimshluta þar sem þessu er ýmist brennt eða sett í landfyllingar. Úrtöluraddir og nöldur mundu einnig heyrast ef umferð reiðhjóla væri bönnuð til að minnka svifryk.
Nöldrið er vegna fólks sem finnur ekkert vitrænt til að gera og vill þá frekar gera eitthvað heimskulegt og gagnslaust en ekkert.
Vagn (IP-tala skráð) 4.2.2019 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.