Ríki, sem hafa áður farið í stríð og búa yfir kjarnorkuvopnum.

Barátta Gandhis fyrir sjálfstæði Indlands endaði með því að landið skiptist upp í þrjú ríki þar sem múslimatrú var í Pakistan og Bangladesh en Hindúatrú á Indlandi. 

Deilur um yfirráð í Kasmir hafa staðið alla tíð og meira að segja fóru þjóðirnar í stutt stríð árið 1971 út af sjálfstæðisbaráttu Bangladesh. 

Slík átök eru meira áhyggjuefni en ella vegna kjarnorkuvopnaeignar þessara þjóða. 

Eignarhald æ fleiri ríkja á kjarnorkuvopnum hefur verið kveikjan að viðleitni til þess að hefta frekari útbreiðslu slikra ógnarvopna, því að hættan á kjarnorkustríði verður augljóslega því meiri sem fleiri ríki ráða yfir þeim.  


mbl.is Ætla að einangra Pakistan frá umheiminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband