Lilja reyndi, en komst ekki lengra.

Það er rétt hjá Lilju Alfreðsdóttur að með ómetanlegri baráttu heiðursborgara Reykjavíkur í fylkingu baráttuhóps fyrir friðlýsingu alls Víkurkirkjugarðs fékkst viðurkenning á gildi þessa elsta helgistaðs í þjóðarsögunni, fyrir sögu og menningu hennar. 

Og þar með möguleiki til þess að búa þessum griðareit í hjarta gömlu Reykjavíkur verðuga umgjörð og útlit. 

Vísa til lagsins og ljóðsins "Víkurkirkjugarður - heilög vé" á facebook síðu minni. 

Lilja reyndi vafalaust eftir megni að komast lengra, en í þjóðfélagi og valdakerfi, þar sem skammtímasjónarmið drottna yfir hagsmunum til lengri tíma, mat hún það sem svo, að lausn, sem endaði með skaðabótamáli, yrði henni ofviða eftir að Minjastofnun tók af henni það ómak að hopa af hólmi með stækkun hins friðaða reits. 

Ummæli hótelbyggjenda eru lýsandi. Þeir fagna þeim sigri að "koma í veg fyrir friðlýsingu" með því að hafa "komið til móts við" sjónarmið verndunarfólks. 

Úr greipum rann tækifæri til raunverulegrar málamiðlunar, sem hefði fólgist í því að friðlýsa allan garðinn, gegn því að hótelið yrði endurhannað og minnkað með aðstoð ríkisins í formi umsaminna skaðabóta. 


mbl.is Lilja: „Sigur fyrir söguna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Græðgin og yfirgangurinn ætlar allt að gleypa!!

Sigurður I B Guðmundsson, 19.2.2019 kl. 10:49

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hvað nákvæmlega reyndi Lilja?  

Lilja reyndi nákvæmlega ekkert til að koma til móts við kröfuna um friðlýsingu. Það eina sem hún virðist hafa beitt sér fyrir, var að þrýsta á forstjóra Minjastofnunar um að draga skyndifriðlýsinguna til baka, og það tókst!

Eftir stendur Lindarvatn sem algerir sigurvegarar í deilunni og sem slíkir með sterka stöðu í væntanlegu skaðabótamáli.

Hvort þessi bygging verði nokkuð fjármögnuð á næstunni er svo alls óvíst. Á bak við þetta fyrirtæki standa ekki sterkir verktakar. Þetta eru ómerkilegir lóðabraskarar sem sáu sér leik á borði að hagnast með því að nota peninga annarra. Því þetta verkefni gat aldrei komist þetta langt nema af því lífeyrissjóðir lögðu til fé í gegnum Icelandair Group. Óvíst er að þaðan komi meiri peningur á næstu árum.  Þessi sigur kann því að reynast sannkallaður Phyrrusar sigur. 

Farsælast hefði verið að minnka þessa byggingu til muna og halda frið við nágranna og þannig hefði kannski opnast sá möguleiki að leifa inngang frá Austurvelli.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.2.2019 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband