Borgarsamfélag sem var og er bandarískt-mexíkóst.

Bandaríska borgin El Paso og mexíkóska borgin Ciudad Juarez eru í raun eitt borgarsamfélag sem landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó liggja í gegnum. 

1968 dvaldi síðuhafi í nokkra daga þarna á leið til að skemmta Íslendingum í Los Angeles og gat þar með skroppið yfir landamærin á afar þægilegum stað. 

Þetta sumar loguðu eldar í mörgum borgum Bandaríkjanna vegna óeirða og átaka milli hvítra og svartra og vegna Víetnamstríðsins. 

Allt var hins vegar með friði og spekt í El Paso og Ciudad Juarez þótt mikill munur væri greinilega á lífskjörum sitt hvorum megin við landamærin. 

Meir en þremur áratugum síðar þekkti ég Íslending sem hafði búið og starfað býsna lengi í El Paso og lét hann mjög vel af dvölinni, enda glæpatíðni lág og góð nágrannakynni og samgangur fólksins sitt hvorum megin landamæranna eins og verið hafði þegar síðuhafi var þar forðum tíð. 

Nú staðfestir borgarstjórinn að þetta sé enn svona og hafi ekkert breyst í áranna rás. 

En forseti Bandaríkjanna segist vita betur en hans eigin flokksbróðir á staðnum og segir El Pasó hafa verið einhver hættulegasta borg Bandaríkjanna vegna glæpa, áður en múr kom þar til sögunnar.  

Hann virðist ekki geta skilið, að tvær þjóðir geti búið saman í sátt og samlyndi í einu og sama borgarsamfélaginu. 


mbl.is Ekkert neyðarástand við landamærin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband