Sjálftökuelítan sem svaf.

Hrun á fylgi ríkisstjórnarinnar og Alþingis, meirihlutafylgi við verkföll, niðursveifla stjórnarandstöðuflokka, virðist vera misvísandi niðurstaða skoðanakönnunar, en sýnir í raun aukið vantraust á æðstu valdamönnum þjóðfélagsins, sem klúðraði á áberandi hátt tækifæri í fyrra til að ganga á undan með góðu fordæmi og nota það sama vald og skapað hafði kjaradómsklúðrið til þess að lækka eigin laun og ekki síður ofurlaun sjálftökuelítunnar. 

Nú er of seint að koma fram með sósíalíska nýja valdamenn í verkalýðshreyfingunni sem blóraböggla ef allt skellur hér á með verkföllum. 


mbl.is 36% styðja ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það náttúrulega gengur ekki að ríkisstarfsmenn séu eitthvað nálægt launum sjómanna, forstjóra og annars fólks á almennum markaði. Hækkum lágmarkslaun og setjum alla ríkisstarfsmenn á lágmarkslaun. Hjá ríkinu á aðeins að vinna fólk sem þjónar almenningi af hugsjón og fólk sem enginn annar vil.

Vagn (IP-tala skráð) 6.3.2019 kl. 07:57

2 identicon

Sæll Ómar.

Reyndin er illum ónýt.

Því er það jafn öruggt sem nótt fylgir degi
að allt mun loga í verkföllum á Íslandi innan
skamms tíma og ekki ólíklegt að stjórnin falli.

Ekki einn einasti þingmaður hefur gengið fyrir skjöldu
að 45% hækkun verði þegar í stað afturkölluð.

Af þrákelkni einni saman hafa stjórnvöld ekki enn haft
burði til að viðurkenna að þeim hafi orðið á að láta þetta ganga
í gegn og sínu verst að gera enga tilraun til þess að
leiðrétta þessa reginvitleysu.

Það er þrennt sem gæti haft úrslitaáhrif um virðingu Alþingis
sem og hvernig þróun verður á vinnumarkaði:

1. Afturköllun 45% launahækkunar Kjaradóms.

2. Öllum forstjórum ríkisstofnana verði sagt upp
   og launafyrirkomulag sæti endurskoðun.

3. Alþingismenn ákvarði ekki sjálfir um greiðslur
   til sín vegna aksturs, ferðalaga eða annars kostnaðar.

   Á þessu þarf að vera óháð yfirstjórn.

Húsari. (IP-tala skráð) 6.3.2019 kl. 12:40

3 identicon

Leiðrétting:

Jón Þór Ólafsson er einn allra alþingismanna
sem reyndi hvað hann gat til þess að fá hnekkt
ákvörðun Kjaradóms.

Hann fór með það mál jafnt fyrir dómstóla sem Alþingi
án árangurs.

Þetta kom fram í ræðu hans á Alþingi í gær
ef einhverjir vilja fletta þessu upp.

Umboðsmaður Alþingis lagði þunga áherzlu þennan sama
dag á að ekki væri "böðlast á borgurunum" og virtist vísa þeim
orðum til stjórnvalda en einkum þó til Seðlabankans.

Alþingismenn verða að leiðrétta þennan ójöfnuð
sem úrskurður Kjaradóms var og leysa sig undan þeirri
áþján sem það hlýtur að vera að þar hafi menn virt gullið meira
en hverjar afleiðingar viðtaka þess hefði í för með sér.

Húsari. (IP-tala skráð) 7.3.2019 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband