Fréttir dagsins í dag, - óhugsandi í fyrra.

Veruleikinn í íslensku þjóðfélagi í dag er daglega að birtast í fréttum, sem hefðu þótt óhugsandi í fyrra. 

Harkalegar aðgerðir í dag vegna mislingasmits þar sem öskudagsgleði barnanna líður fyrir. 

Boðuð bylting í klæðaburði hjá stórum hluta sömu barna þar sem þau fara í BDSM búninga, segjast vera hatarar og syngja hástöfum "Hatrið mun sigra!"

Fólk að melta afar upplýsandi og vel gerðan þátt um vændi á Íslandi.

WOT-air, glæsiflugfélag í hitteðfyrra, að berjast fyrir lífi sínu í dag. 

Gamall uppvakningur, sósíalismi frá því fyrir 70, við völd í stærstu verkalýðsfélögunum að boða til verkfalla með fylgi meirihluta landsmanna í skoðanakönnunum. 

Uppvakningur úr aðdraganda Hrunsins, ofurlaun ofurmenna í viðskiptalífinu komin inn á gafl hjá fyrirtækjum í eigu ríksins. 


mbl.is Syngjandi öskudagsbörnum vísað frá HSA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veruleikinn í íslensku þjóðfélagi í dag er daglega að birtast í fréttum, sem hefðu þótt óhugsandi í fyrra...... Og eins var það í fyrra og mörg ár þar á undan. Það er ekkert nýtt við það að veðrið, tíska, stjórmnmál, umræðuefni og fréttir breytist milli ára.

En þar sem hlutfallið milli ofurlauna ríkisstarfsmanna og lágmarkslauna er það sama og fyrir 30 árum síðan er varla hægt að segja þau uppvakninga úr aðdraganda hrunsins. Það eina sem kalla mætti uppvakning er sú fordæming á hagnaði og öfund yfir velgengni sem farin var að hverfa þegar hrunið varð.

Vagn (IP-tala skráð) 6.3.2019 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband