Langt síðan svona tölur hafa sést.

Sjalfan hefur framlag Íslands í Eurovision verið eins spennandi og nú ef marka má hagstæðar spátölur í upphafi. 

Spennan er ekki einasta fólgin í þeim mögumleikum sem frábær uppsetning og útfærsla að öllu leyti gefur og hefur vakið verðskuldaða athygli, heldur ekki síður hitt hve vandmeðfarið verður að spila úr því mikla sem við höfum strax í höndunum. 

Litlu munaði að framlagi Íslands 2005 yrði vikið úr keppninni, af því að sú túlkun komst á kreik að framlag Íslands beindist að því að lítillækka keppinautana og keppnishaldarana. 

Og boðskapurinn var einnig einfaldlega það flókinn, að kjósendamassinn fékk ekki tíma til að taka framsetningu hans rétt, líkt og tekist hafði hér heima. 

Ef skynssamlega verður haldið á spilunum núna eru mjög spennandi möguleikar á að vel takist til, ef tekst að halda snjallri stjórn á atburðarásinni, en líka er hætta á að lítil mistök geti orðið dýrkeypt. 


mbl.is 5% líkur á Eurovision 2020 á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband