"Þetta gerist ekki hér"?

Það var mörgum Norðurlandabúum mikið áfall þegar upp komst um svívirðilegar aðfarir Dana gegn svonefndum þýskum börnum eftir Seinni heimsstyrjöldina, en það voru börn, sem danskar konur áttu með þýskum setuliðsmönnum. 

Í ljós kom, að ekki hið einasta höfðu dönsk yfirvöld með samþykki almennings stundað stórfelld mannréttindabrot gegn dönskum konum, sem höföu átt samband við þýsa hermenn, heldur börn þeirra verið látin að ósekju gjalda þess harkalega. 

Þegar upp komst um þetta fengu margir þeirra, sem í góðri trú höfðu sagt "þetta gerist ekki hðer" áfall. 

Og ekki leið á löngu þar sem svipað var upplýst hér á landi með kvikmyndinni "Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum" sem fjallaði um það galdrafár sem hér var sett í gang gegn íslenskum stúlkum, sem komu nálægt erlendum setuliðsmönnum.  

Meira að segja voru sett sérstök lög um herferð á hendur þessum stúlkum, óhefðbundnar rannsóknaraðferðir, og tröðkun á grundvallarmannréttingum og ofsóknir, allt með samþykki almennings og fjölmiðla frá fyrsta degi hernámsins. 

Nýlega báðust íslensku og norsku forsætisráðherrarnir afsökunar á hliðstæðum aðgerðum, en hér á landi er þó enn eftir að gera upp mál Kleppsjárnsreykjastúlknanna, þannig að þau mál verða því miður áfram blettur á sögu þjóðarinnar. 

Það var síðuhafa áfall að heyra sögu rússneskrar konu af illvirkjum norrænnar þjóðar, Finna, sem áttu hermenn í 110 þúsund manna innilokuðum her í Valdaihæðum í Rússlandi á útmánuðum 1942. Konan sagði, að finnsku hrottarnir hefðu verið mun skelfilegri en þeir þýsku. 

Eina skýringin á þvi er að vísu skiljanleg: Aðeins ári fyrr höfðu verið framin skelfileg hryðjuverk af hálfu beggja stríðaaðila í Finnsk-rússneska vetrarstriðinu, og hefndiun er hræðilegasti löstur hins svonefnda "viti borna manns."


mbl.is „Þau héldu að þetta væri grín“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband