"Það er nefnilega vitlaust gefið..."

Ljóðlínur Steins Steinarss hafa löngum átt við afar margt, og koma óneitanlega upp í hugann þegar hugað er að sjálfu skipulagi og lifnaðarháttum jarðarbúa, sem í vaxandi mæli stefna þeim sjálfum í ógöngur, hinar mestu sem um getur í sögu mannkynsins.

Í efnahagskreppunni 2008 kom berlega í ljós að ráðamenn þjóðanna annað hvort stóðu alveg máttlausir gegn hinu yfirgengilega auðræði fjármálakerfisins og stórfyrirtækjanna eða voru handbendi þeirra á einn eða annan hátt.

Síðan 2008 hefur ekkert breyst til hins betra nema síður sé. Parísarsáttmálinn stefnir hraðbyri í að verða gagnslaust pappírsgagn að mestu leyti.

Og hvers vegna?

Vegna þess að "það er nefnilega vitlaust gefið." 


mbl.is Aðgerðir eða algjört hrun blasir við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hver gaf?

Halldór Egill Guðnason, 13.3.2019 kl. 00:04

2 identicon

 Vitlaust gefið? Ríki heimsins hafa farið mismunandi leiðir til að sjá fyrir sínu fólki. Indland fór aðra leið en Bandaríkin,, Norður Kórea aðra leið en Suður Kórea, Ítalía aðra leið en Austurríki, austur aðra leið en vestur. Það er mikil einföldun, í grunninn röng fullyrðing, og ekki vænlegt til að skila skilningi eða lausn á vandamálinu að segja bara "það er nefnilega vitlaust gefið". Það mætti alveg eins segja "Veldur sem á heldur og hver er sinnar gæfu smiður" sem væri jafn gagnslaust en þá væri þó allavega ekki verið að varpa ábyrgðinni á aðra.

Það eina sem kemur á óvart í gagnsleysi Parísarsamkomulagsins er að til sé fólk með áhuga á umhverfismálum sem hélt að það yrði ekki að mestu leiti gagnslaust. Lausnin fæst ekki með því að fljúga fólki í einkaflugvélum til fundarhalda á vinsælum ferðamannastöðum þegar netfundir hefðu gert sama gagn.

(Parísarsáttmálinn er milliríkjasamningur sem undirritaður var í París 1919 til að samræma reglur um loftferðir og flugleiðsögu í millilandaflugi.)

Vagn (IP-tala skráð) 13.3.2019 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband