Tvö svipuð atvik og í gær höfðu afleiðingar hér á árum áður.

Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir rúmum aldarfjórðungi í máli Jóns Kristinssonar frá Akureyri dró þann dilk á eftir sér hér á landi, að dómskerfinu var breytt til að standast kröfu dómstólsins um aðgreiningu í meðferð sakamála á milli þeirra aðila sem fjöluðu um mismunandi stig mála, allt frá rannsókn eða handtöku þar til dómur var kveðinn upp.

En að sjálfsögðu fer það eftir dómi Mannréttindadómsstólsins og málsatvikum hvaða afleiðingar úrskurður hans nú hefur. 

1979 varð slys á nýrri þriggja hreyfla þotu, Douglas DC-10, af sömu gerð og Íslendingar voru búnir að kaupa, sem varð til þess að flug allra slíkra þotna var stöðvað þar til búið var að lagfæra galla í vélarfestingu á hinum aftasta af þremur hreyflum. 

Þessi aðgerði hafði áhrif hér á landi. En það fer auðvitað eftir málsatvikum núna og umfangi, hvaða áhrif kyrrsetning hinna nýju Boeing 737 Max8 hefur í flugflota okkar og flugrekstri. 


mbl.is Hafi engar sjálfkrafa afleiðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Umræddur Jón var Kristinsson, en ekki Eiríksson.  

Guðmundur Logi Lárusson (IP-tala skráð) 13.3.2019 kl. 08:29

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Kær þökk fyrir það. Rétt skal alltaf vera rétt. 

Ómar Ragnarsson, 13.3.2019 kl. 11:34

3 identicon

Og ef ég man rétt voru það bara dc10 vélar sem voru skráðar í Bandaríjunum sem voru grándaðar. Evrópskar gétu flogið áfram, nema westur. En vél Flugleiða var skráð westra.

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.3.2019 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband