Stikkprufur segja ekki allt í flugfargjöldum.

Að taka afar takmarkaðar stikkprufur varðandi flugfargjöld á einni leið um eina helgi er afar takmörkuð aðferð til að alhæfa um farmiðaverð. 

Sem dæmi má nefna að fyrir tveimur vikum fékkst far á milli Brussel og Keflavíkur með eina ferðatösku meðferðis fyrir 44.500 hjá WOW air en 58.000 hjá Icelandair, og þessi verðmunur er allur annar en birtur er í stikkprufu í tengdri frétt á mbl.is. 

Brusselflugið hjá WOW var keypt með þriggja vikna fyrirvara en hjá Icelandair með eins dags fyrirvara. 

Breyturnar eru það margar og fjölbreytning það mikil að það þarf margfalt viðameiri könnun en eins konar stikkprufur til þess að sjá rétta mynd. 


mbl.is 100 þúsund krónum ódýrara með WOW
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband