Fjölbreytilegri áhrif hér á landi en víðast annars staðar.

Ótal fróðlegar upplýsingar komu fram á góðum fundi um loftslagsmál, sem haldinn var í Háskólabíói í kvðld. 

Eitt atriðið var það, að jafnvel þótt hlýnun loftslags á jðrðinni fari ekki yfir 1,5 gráðu muni kóralrif og kórallar dragast saman um 70 prósent í höfunum vegna súrnunar þeirra. 

En þetta lífríki er undirstaða fjórðungi lífs heimshafaanna.

Í ljósi þessa er dapurlegt að sjá grein í Morgunblaðinu í dag þar sem nánast er hrópað á það að auka koldíoxíð í andrúmsloftinu sem allra mest og þar með súrnun hafanna. 

Á fundinum í gærkvöldi skýrðist enn frekar sú mynd, sem síðuhafi vakti athygli á á svonefndu Evrópuþingi dreifbýlsins, sem haldið var í Venhorst í Hollandi í október 2017 og hafði sem megin þema umhverfismál og sjálfbæra þróun.

Urðu margir fulltrúar undrandi þegar þeir fréttu af hinum fjölþættu afleiðingum sem hlýnun geti haft á Íslandi. 

Ísland er til dæmis eina landið þar sem hvarf jöklanna mun lyfta landinu og með því auka tíðni eldgosa með tilheyrandi hamfaraflóðum og öskufalli, sem getur haft áhrif um alla jarðarkringluna. 

Þar að auki veldur það að öskulögin í jöklunum koma betur í ljós við bráðnun því, að jöklarnir kasta minna sólarljósi frá sér og bráðna því enn hraðar. 

Stórir, nýir firðir eða djúp vötn á borð við Jökulsárlón og komandi Skeiðarárlón, eru hluti af stórfelldum breytingum á landinu samfara dauða jöklanna.

Á Suðausturlandi hækkar land um 2,7 sm á ári, en það gerir tæpa 3 metra á öld.  

Fuglategundir og fiskistofnar eru þegar byrjaðir að breytast og flóra landsins sömuleiðis.CO2 í 600 milljón ár  

P.S. 

Vegna ummæla Halldórs Jónssonar í athugasemd um að CO" sé í sögulegu lágmarki einmitt núna, er hér línuritið sem hann byggir þessa fullyrðingu á. 

Ef slegið er máli á þykkt línanna sést að breidd þeirra er 50-200 þúsund ár, þannig að sveiflur siðustu tugþúsunda ára drukkna inni í línunum. 

Enda er út í hött að vera að miðað við ástand jarðar og lífs á henni hundruðum milljóna ára áður en maðurinn kom fram á sjónarsviðið.  


mbl.is Jöklarnir munu hverfa innan 200 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nú eru margir sem vilja meina að CO2 framleiðsla af manna völdum sé sáralítil í stóra samhenginu og skipti engum sköpum. Hvar er hægt að nálgast ábyggilegar upplýsingar um hvernig þessu er háttað og hvar er hægt að nálgast sannanirnar að baki samhenginu milli CO2 magns og hlýnunar? Ég spyr bara af forvitni, því ég myndi gjarna vilja skilja forsendurnar að baki þessu betur.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.3.2019 kl. 13:37

2 identicon

Dr Timothy Ball skýrir út CO2 .

https://www.technocracy.news/tim-ball-the-evidence-proves-that-co2-is-not-a-greenhouse-gas/

Tim Ball og Tony Heller skýra út í þingi í Ástralíu hvernig þetta allt hófst með aðkomu Maurice Strong, félaga í “club if rome”

https://m.youtube.com/watch?v=d7cdgITRc-s

Frekari lesning:

https://drtimball.ca/2013/why-and-how-the-ipcc-demonized-co2-with-manufactured-information/

https://drtimball.ca/2011/co2-is-not-causing-global-warming/

Elló (IP-tala skráð) 27.3.2019 kl. 14:36

3 identicon

Club of Rome átti þetta að vera

Ello (IP-tala skráð) 27.3.2019 kl. 14:37

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, takk. En nú er ég að leita að röksemdunum fyrir þessu samhengi, ekki kenningum um að það sé ekki til staðar. Þekkir þú þetta, Ómar?

Þorsteinn Siglaugsson, 27.3.2019 kl. 16:48

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Eina greinin með viti uim loftslagmálin lengi var grein Vilhjálmms Eyþórssonar sem birtist í Mogga dagsins.

Halldór Jónsson, 27.3.2019 kl. 18:36

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar er algerlega rökheldur í þessari CO2 trú sinni Þorsteinn. Hann neitar að trúa því að CO2 hafi ekki verið lægra í andrúmsloftinu í 600 milljón ár eins og þaðer nú 400 ppm

Halldór Jónsson, 27.3.2019 kl. 18:38

7 identicon

Ég vil í þessu sambandi benda á erindi danska jöklafræðingsins Jörgens Steffensen, á ráðstefnu í Khöfn fyrir nokkrum árum. Það má finna á YouTube. 

Hér er stutt viðtal við Steffensen þar sem hann sýnir fram á, samkv. rannsóknum á Grænlandsjökli, að hitastigið þar, síðustu 10 þús. árin hafi verið alveg óvenjulega stöðugt miðað við u.þ.b.800 þús. ár þar á undan. Hvernig stendur á því og hve lengi varir það?                 Inside the Experiment: Abrupt Change and Ice Cores               

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 27.3.2019 kl. 18:45

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Enn einu sinni þráast Halldór við að halda fram 600 milljón ára línuritinu, sem er með 200 þúsund ára þykkri línu, svo að hækkun CO2 síðustu 100 ár drukknar inni í línunni. 

Með slíkum hundakúnstum er halda fram hverju sem er um CO2 síðustu tugþúsundir ára. 

Ómar Ragnarsson, 27.3.2019 kl. 23:16

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Í grein sinni fullyrðir Vilhjálmur Eyþórsson að hlutur okkar í aukningu CO2 sé hverfandi. Ég hef ekki forsendur til að fullyrða að þetta sé rangt því mig vantar upplýsingarnar. Hins vegar fullyrðir hann að engin ástæða sé til að hafa áhyggjur af CO2 vegna þess að það sé lífinu mikilvægt. Það er svona svipað og að segja að maður eigi að lifa á C-vítamíni einu saman af því það er manni mikilvægt. Sumsé tómt bull. Halldór Jónsson er samur við sig í vitleysunni - ástæðulaust að taka nokkurt einasta mark á þeim manni.

En ég spyr samt sem áður:

1. Hver eru áhrif útblásturs og annarra mengandi athafna okkar á CO2 magn í andrúmsloftinu?

2. Hvar finn ég vísindalegar niðurstöður um samhengi hlýnunar og magns CO2?

Þorsteinn Siglaugsson, 28.3.2019 kl. 00:09

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Óskljanleg er hugleiðing ´´Omars að innan l,ínunnar geti verið toppar sem sjást ekki. Magnið er eitthvað 400 ppm er ekki svo og hlutur mannkyns talið ver 40 af því.

"Sumsé tómt bull. Halldór Jónsson er samur við sig í vitleysunni - ástæðulaust að taka nokkurt einasta mark á þeim manni."

Þorsteinn neitar að taka mark á línuritinu eins og Ómar. Það er sérvandamál. Ég er ekki höfundur þess samt. 

Hvaða álit ahfa þessir CO2 sérfræðingar á grein Vilhjálms Eyþórssonar?

Of fáir virðast vita, að það er koldíoxíð, ekki súrefni, sem er hin raunverulega undirstaða alls lífs á jörðinni. Þegar jörðin var ung, fyrir um fjórum milljörðum ára, áður en lífs varð vart, virðist það hafa verið yfir 20% gufuhvolfsins.

Það hefur streymt úr iðrum jarðar æ síðan og ef lífsins nyti ekki við væri það nú örugglega meginuppistaða gufuhvolfsins eins og á systurplánetu jarðar, Venusi. En á Venusi er ekki fljótandi vatn, svo líf getur ekki þrifist.

Hér hefur koldíoxíðið, ásamt vatni og með því að tengjast ýmsum frumefnum myndað þær gífurlega flóknu keðjur kolvetnissambanda sem eru lífið sjálft. Það er fráleitt og beinlínis fáránlegt að tala um þessa undirstöðulofttegund í gufuhvolfinu frá upphafi og byggingarefni sjálfs lífsins sem „mengun“, eins og gróðurhúsatrúarmenn gera í ofstæki sínu og fáfræði. Réttara væri að tala um óbundið súrefni og hið þrígilda afbrigði þess, ósón, sem „mengun“, því óbundið súrefni er ekki upprunalegt í gufuhvolfinu og ekki nauðsynlegt lífi, heldur úrgangsefni frá jurtalífinu sem dýrin, sumar bakteríur, allir sveppir (og maðurinn) nýta sér. Þessi „saur jurtanna“, þ.e. hinn helmingur koldíoxíðsameindarinnar, myndar nú 20,9% gufuhvolfsins en koldíoxíðið, sjálf undirstaða lífsins, var komið nokkurn veginn í jafnvægi, þ.e. niður undir ca eitt kíló í hverju tonni gufuhvolfsins á fyrstu ármilljörðum lífsins, löngu fyrir daga risaeðlanna.

Það er nú um 0.038% eða ca 400 grömm í tonni andrúmslofts. Það er rúmlega fimmtíu sinnum meira af því í höfunum (sem eru basísk og geta því ekki orðið súr).

Af þessum 400 grömmum í tonni andrúmslofts eru kannski 10 grömm manngerð, en vel hugsanlega miklu minna. Raunar mælist koldíoxíð mjög mismikið eftir landsvæðum og árstíðum og tímum sólarhrings, eykst á nóttinni, minnkar á daginn.

Koldíoxíð kemur að sjálfsögðu að hluta frá andardrætti manna, dýra, fugla, fiska, (neðansjávar) skordýra (gífurlegt magn, sem alltaf gleymist) og ekki síst kemur það frá sveppagróðri og aeróbískum (ildiskærum) bakteríum.

Allt sem deyr ofansjávar og neðan breytist að miklu leyti í koldíoxíð fyrir tilverknað þessara örvera. Menn ættu að hafa í huga að örverur eru meira en helmingur lífmassa jarðar og þetta magn er gífurlegt (sbr. t.d. framræslu mýra). Þá er ótalið allt það sem hefur streymt frá því í árdaga af þessari ósýnilegu, lyktarlausu lofttegund upp úr jörðinni úr öllum lág- og háhitasvæðum jarðar ofan sjávar og neðan auk þess sem eldfjöllin leggja öðru hvoru til.

Jafnvel í ýmsum jarðfræðilega „köldum“ löndum eru víða ölkeldur og loftop, sem koldíoxíð streymir upp um allan sólarhringinn, alla daga.

Auk þess ná eldvirkir neðansjávarhryggir um 50 þús. kílómetra í mörgum hlykkjum umhverfis jörðina og á þeim eru hundruð þúsunda eða milljónir loftventla og eldgíga sem koldíoxíð streymir úr. Þetta er óskaplegt magn, sem nánast aldrei er talað um. Mætti halda að margir sem titla sig „vísindamenn“ viti ekki af þessu.

Allar jurtir, ofansjávar og neðan eru að miklu leyti úr kolefni, oft 30-50% og bókstaflega allt þetta kolefni kemur úr koldíoxíði. Menn og dýr eru líka að miklu leyti úr kolefni, sem upphaflega hefur komið úr koldíoxíði gufuhvolfsins gegnum jurtalífið og fæðuna. Jurtirnar þurfa gífurlegt magn koldíoxíðs á hverjum degi til að vaxa og dafna, mynda nýjar frumur og vefi og nýtt súrefni. Þessi hringrás tekur aðeins fáein ár.

Raunar byggir C 14 aldursgreining fornleifafræðinga einmitt á þeirri staðreynd, að þetta er hringrás sem sífellt endurnýjast, koldíoxíð eyðist og nýtt tekur við á innan við tíu ára fresti. Þannig hefur þetta verið í milljarða ára, síðan jörðin var ung. Í samanburði við þessa risavöxnu hringrás sem nær til allra jurta og þörunga í öllum löndum og höfum verður brölt mannanna heldur lítilfjörlegt og beinlínis hjákátlegt.

Þegar „umhverfisverndarsinninn“ hefur upp raust sína í heilagri vandlætingu og bölvar þessu voðalega „mengunarefni“, veit hann örugglega ekki, að um 19% líkama hans er kolefni, sem allt er upprunnið úr koldíoxíði (gegnum jurtalífið og fæðuna): Þegar hann hrópar spýr hann reyndar sjálfur nýju koldíoxíði út í gufuhvolfið og þegar hann andar aftur að sér dregur hann súrefni ofan í lungun, en bókstaflega allt súrefnið er fyrrverandi koldíoxíð. Hugsið um það!

Hugleiðing um undirstöðu lífsins Eftir Vilhjálm Ey

Þið tilbiðjið  greinilega niðurstöðu  40.000 fíflahópsins í París sem er jafnrökheldur og þið þegar kemur að fullyrðingum um CO2

Halldór Jónsson, 28.3.2019 kl. 12:28

11 Smámynd: Halldór Jónsson

MAnnkynshlutinn er talinn vera 10 en ekki 40 af 400 ppm

Halldór Jónsson, 28.3.2019 kl. 12:29

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta línurit er út í hött vegna þess að áhyggjur af loftslagsbreytingum snúa að áhrifum aukningar í CO2 núna á hitastig og þar með á bæði veðurfarsbreytingar og hækkun á yfirborði sjávar. Það er breytingin til skemmri tíma sem skiptir máli um þetta. Vandinn snýst um lífsskilyrði okkar núna, ekki hvað gerðist fyrir milljónum ára. Mannkynið var ekki einu sinni til fyrir 600 milljón árum. (Ekki einu sinni Halldór Jónsson þótt það gæti stundum litið út fyrir það embarassed)

Það liggja fyrir sannanir sem sýna að þessi aukning úr 280 í 400 er vegna iðnvæðingarinnar. Það sést á því að það er munur á CO2 eftir uppruna.

Þetta má t.d. sjá hér: https://www.ucsusa.org/global-warming/science-and-impacts/science/human-contribution-to-gw-faq.html

Þorsteinn Siglaugsson, 28.3.2019 kl. 13:41

13 identicon

Hér má sjá hækkun sjávar á ýmsum stöðum síðan mælingar hófust.

https://tidesandcurrents.noaa.gov/sltrends/sltrends_global.html

Elló (IP-tala skráð) 29.3.2019 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband