Minnir um sumt á fyrstu ár Stöðvar 2.

Fyrstu ár Stöðvar 2 voru einstæð að mörgu leyti. Flestir "álitsgjafar" og "sérfræðingar" voru sammála um það að enginn markaður væri fyrir fleiri sjónvarpsstöðvar en Sjónvarpið og að Stöð 2 væri eins konar geimórar á fjölmiðlasviðinu. 

Ekki verður tölu komið á allar andlátsfregnir fyrirtækisins næstu ár og áratugi. 

Síðuhafi var einn þeirra, sem í fyrstu taldi að ekki væri rými fyrir aðra sjónvarpsstöð. 

En át það óbeint ofan í sig þegar hann fór yfir á nýju stöðina þegar hún hafði starfað í tvö ár.

Fyrstu árin var ástandið oft þannig, að menn vissu ekki dag frá degi hvort stöðin héldi lifi til morguns. 

Fyrstu eigendurnir voru foknir eftir örfá ár og sífelld eigendaskipti og hallarbyltingar auk stórlewga ýktra andlátsfregna hafa verið fylgifiskar þessa magnaða fyrirbæris. 

Það, að hún skuli hafa lifað af fyrstu 33 árin ætti þó að hafa sýnt fram á, að sú skoðun stóðst ekki að ekki væri markaður fyrir stöðina. 

Fyrstu ár WOW air minna um sunt á þetta. Að minnsta kosti hafa fyrirsagnir um "dauðastríð" og óhjákvæmilegt gjaldþrot dúkkað upp æ ofan í æ. 

Og þá er spurningin hvort WOW air sé kannski fyrirbæri esm eigi erindi rétt eins og Stöð 2 á sinni tíð, og að þess vegna sé þetta dæmi um fyrirtæki, sem ekki sé skynsamlegt að láta fara lóðbeint í þrot.  

P.S. Nýjustu fréttir í morgunsárið 28. mars eru þær að mistakist hafi að tryggja áframhald reksturs WOW air. En rétt eins og að það reyndist vera grundvöllur fyrir fleiri sjónvarpsstöðvum en RÚV, hlýtur að verða áfram tilveruréttur fleiri flugfélaga en þessara hefðbundnu. Og ekki voru það öryggismálin sem fóru með WOW air. Einu vandræðin núna í þeim varðar þotur hinna hefðbundnu flugfélaga. 


mbl.is WOW reynir að semja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

WOW á svo sannarlega erindi. Ef Skúla tekst að koma félaginu aftur í rekstrarhæft form og halda áfram eigum við öll að taka ofan fyrir honum.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.3.2019 kl. 00:13

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nýjustu fréttir eru þær að WOW-ævintýrinu sé lokið, rétt eins og þegar Loftleiðaævintýrinu lauk og tilraunum flugfélaga á borð við Arnarflug, Íslandsflug og Iceland Express. 

Ómar Ragnarsson, 28.3.2019 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband