9.4.2019 | 23:57
Mistök, vanræksla og falið fúsk áratugum saman?
Hér á síðunni hefur áður verið fjallað um það tuga ef ekki hundraða milljarða tjón sem hefur viðgengist á húsakosti landsmanna vegna mistaka, vanrækslu og falins fúsks áratugum saman.
Rannsóknir í þessum afnum og eftirliti hefur verið stórlega ábótavant, og fúskið falið og þagað yfir því.
Síðuhafi hefur fengið upplýsingar í málinu frá aðilum, sem hafa sérþekkingu á því og byggt skrif um það á þeim.
Það er því vel að Álfheiður Ingadóttir, skelegg stjórnmálakona komim nú til skjalanna til að setja á stofn ítarlega rannsókn á því hvernig á þessum óförum standi og fletti ofan af því sem hefur viðgengist.
Vill rannsóknarnefnd vegna myglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Fjarri fer því að það sem þú nefnir
útskýri með nokkrum hætti hversu
víðtækar skemmdir vegna mylglu eru í
húsum jafnvel þó vitað sé að í mörgum
og jafvel flestum tilfellum voru þaulvanir
menn að verki og þekktir að vönduðum vinnubrögðum.
Skýringin er við nefið á þér:
Loftskipti ónóg!
Nútímafólk sem hreyfir sig sáralítið eða ekkert
þarf sífellt meiri hita sem leiðir til þessa.
Svo einfalt er það!
Húsari. (IP-tala skráð) 10.4.2019 kl. 02:14
"Falið fúsk áratugum saman", Ómar, getur varla verið mikið fúsk, fyrst að allt var í lagi "áratugum saman". Manstu ekki eftir myglunni í öllum gluggum hér áður fyrr þegar glerið var einfalt. Þetta er einungis eðlileg mygla og ekkert að henni.
Það var náttúrlega engin mygla í torfbæjunum hér áður fyrr. Nei nei og sei sei.
Áður en fólk fær taugaáfall, þá er ágætt að geta þess að það er og verða alltaf myglusveppir í öllum byggingum alls staðar. Mismunandi mikið eða lítið. Við búum nefnilega á jörðinni. 98 prósent af þessum myglusveppum sem eru í húsum eru engan vegin hættulegir heilsu manna. Þvert á móti.
En það sem hins vegar er hættulegt er massahistería og múgsýki sem tröllríður umræðunni. Fólk er að verða taugaveiklaðir aumingjar og það vill helst búa í lokuðum plastpokum vegna þess að því hefur verið sagt að spara kyndingarkostnað og einangra og einangra. Það sést ekki einu sinni reykur þegar það kviknar í íbúðum, svo þéttar eru þær. Þær springa bara.
Það er rétt sem Húsari segir. Opnið gluggana!
Ég skil ekki hvernig fólk lifaði af hér í gamla daga.
Ekki breytast í drasl kæra fólk. Það kostar of mikið.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 10.4.2019 kl. 03:08
Samt er nú dálítið skrítið að fólk skuli ekki vera ánægt. Það öskrar jú á "vistvænt" og "lífrænt" og "sjálfbært" til hægri og vinstri, en vill svo búa í gerilsneyddri íbúð. Það er nú dálítill mishljómur þessum falsheitum. Þetta er kannski bara slagorð sem allir hafa lært en meina ekkert með, nema úti í búð, í sjónvarpi og á þingi.
Hverjir eru það þá sem eiga að hafa mygluna? Bændur? Sjómenn? Byggingariðnaðarmenn?
Gunnar Rögnvaldsson, 10.4.2019 kl. 03:31
Gunnar! Þar varð okkur heldur betur á í messunni!
Texti Ómars hafði ekkert með myglu eða hús yfirleitt
að gera heldur Álfheiði Ingadóttur(!!) enda snarlega
kippt úr sambandi fyrir annan sem jafnan er tilbúinn
í slysa tilfellum!
Húsari. (IP-tala skráð) 10.4.2019 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.