10.4.2019 | 08:29
Tækifæri til hindanalítils flæðis rann úr greipum í maí 1968.
Fram að svonefndum H-degi í maí 1968, þegar skipt var úr vinstri umferð í hægri umferð, var umferðin um þann hluta Reykavíkur sem afmarkast af Lækjartorgi, Laugavegi og Hverfisgötu, í góðu flæði í vinstri umferðinni.
Hún lá sólarsinnis frá Hlemmi niður Laugaveg, í hægri beygju um Lækjartorg, upp Hverfisgötu og í hægri beygju til suðurs austan við Hlemm, eða Vatnsþróna eins og staðurinn var oft kallaður þá.
Þegar skipt var í hægri umferð, hefði verið eðlilegast að snúa umferðinni við og fara niður Hverfisgötu, í vinstri beygju við Lækjartorg, upp Laugaveg og í vinstri beygju yfir á Hverfisgötu við Vatnsþróna.
Hinum eðlilegu og hindranalitlu beygjum um þennan hring hefði verið við haldið.
En það voru of miklir áætlaðir hagsmunir kaupmanna og rótgróin íhaldssemi, sem komu í veg fyrir þetta.
Kaupmenn við Laugaveg óttuðust að missa frá sér viðskiptavini til vaxandi verslunar við Hverfisgötu.
En með því að skipta ekki um akstursstefnur og hafa hindranalítið hringflæði í hægri handar umferð með vinstri beygjum um þennan hluta borgarinnar, varð til sú flækja á götunum kringum Hlemm sem enn er við lýði.
1968 sást mönnum líka yfir það, að Hverfisgatan var nýrri gata en Laugavegur og bauð upp á tvöfalda umferð, sem ekki var sett á fyrr en nokkrum áratugum seinna þegar menn áttuðu sig á þeim möguleika.
Nú er að vísu að komast í framkvæmd meiri gangandi umferð en áður var, með tilheyrandi truflunum á flæði bíla, svo að slíkt flæði verður þá hvort eð er aldrei á þessu svæði.
Umferð beint upp Laugaveg í sumar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar ég man eftir þessu og lenti sjálfur í hremmingu snemma þann morgun þegar ég var að ná í Björgunarsveitarfélaga úr Ingólfi en tók umferðahringin við Sögu vitlaust. Hæalf aumingjalegt. Ómar viltu horfa á NASA Utube á síðunni minni og kommentara. Hér er reyngar slóðin.Viltu commenta þar https://youtu.be/ZHcB5EFDylc
Valdimar Samúelsson, 10.4.2019 kl. 10:38
Ómar, ??????? er ekki alveg að skilja, núna er þessi hringur án þess að þvera umferð þegar þú beygir til hægri úr Bankastræti í Lækjagötu og til hægri upp Hverfisgötu og síðan hægri inn á Snorrabraut og hægri niður Laugaveginn
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 11.4.2019 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.