Sérkennileg og einstök spenna magnast.

Sérkennileg spenna  magnast fyrir Eurovisionkeppnina í Ísrael, og engin dæmi eru frá fyrri tíð um að litla Ísland geti verið miðjan í þessari spennu. 

Orðið suðupunktur, nokkurs konar miðpunktur meira en 70 ára gamals hernaðarástands í átökum tveggja mennigar- og trúarheima í Miðausturlöndum, kemur upp í hugann. 

Stór orð féllu í sjónvarpsþættinum "Alla leið" um framlag Hatara til keppninnar;  allir viðstaddir veifuðu 12 stigum og töldu lagið vera í sérflokki varðandi frábæra listræna framkvæmd á alla lund. 

Tónninn minnti kannski einhverja á hina ginnhelgu og afgerandi trú gestgjafaþjóðarinnar á yfirburði kynstofns, sem í helgustu bók Gyðinga og kristinna manna er lýst sem þjóð, útvalinni af Guði sjálfum, til þess að ráða skilyrðislaust yfir "Landinu helga". 

"Landnámið" er enn í fullum gangi í formi svonefndra landnemabyggða, sem eru þungt áherslumál þess þingmeirihluta og forsætisráðherra, sem hefur styrkt stöðu sína í ný afstöðnum þingkosningum og á tilveru sína undir stuðningi heittrúuðustu fylgjenda hins óstöðvandi landnáms, sem aftur á móti framkallar stanslaust heift og hefndarhug þeirra, sem fara halloka og sverja þess jafnvel dýran eið að útrýma Ísaelsríki. 

Inn í þessa sjóðheitu deiglu eru að stíga kornungir og sjóðheitir listamenn frá litlu norrænu eyjunni, sem fóstraði þann fulltrúa sinn hjá Sameinuðu þjóðunum, er flutti meðmælendaræðuna fyrir aðild Ísraaelsríkis að samtökunum fyrir rúmum 70 árum. 

Þetta unga íslenska hæfileikafólk er í einstaklega viðkvæmri og dæmalaust magnaðri stöðu, sem vandasamt getur orðið að vinna úr; margir pyttir, sem geta birst og hægt er að detta í á hverjum degi héðan af.


mbl.is Mörg þúsund miðar óseldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fylgist ekki með þessari keppni, en ætlast heldur ekki til að aðrir deili mínum tónlistarsmekk. Hef haft ánægju af stigagjöfinni.

Einu skattkrónurnar sem ég sé eftir í Eurovision eru þær milljónir sem fóru í að senda nafntogaðan keppanda út fyrir mörgum árum. Sá lýsti því yfir í sjónvarpi við heimkomuna að "hann hafi ekki farið út til að vinna, heldur til að koma sér í sambönd".

Sylvía Nótt er sérkapituli; best gleymdur.

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 26.4.2019 kl. 23:17

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er einstaklega sjaldgæft að síðuhafi telji sig þurfa að beita ritstjórnarvaldi á síðunni og fela athugasemd, sem hann telji að fari yfir strikið. 

Hún stóð allan gærdaginn vegna anna og fjarveru síðuhafa, og síðan var gefinn frestur fyrir viðkomandi að lagfæra athugasemdina með þvi á setja inn aðra, sem skilaði samt litlu áliti sem hann hefði á Eurovisionkeppninni. 

Það gerði hann ekki og því hefur athugasemdin horfið af síðunni.  

Ómar Ragnarsson, 27.4.2019 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband