Það fyrsta, sem deyr í stríði, er sannleikurinn.

Sú nöturlega staðreynd að innan við tíu prósent jarðarbúa búi við fjölmiðlafrelsi er skýr birtingarmynd þeirrar forgangsröðunar valdaafla heimsins að ráða yfir fjölmiðlum síns lands. 

Allir helstu einræðisherrar sögunnar létu yfirráð yfir fjölmiðlum hafa forgang yfir flest annað og kæfðu frjálsa skoðanamyndun sem allra fyrst þegar þeir tóku völdin. 

Þeir þeirra, sem stóðu fyrir stríðsrekstri gátu með yfirráðum yfir fjölmiðlum praktiserað það orðtak að "það fyrsta sem deyr í stríði er sannleikurinn." 

Svonefndir "sterkir leiðtogar" sækja þannan þátt áhrifa og yfirráða fast hvar sem er, og því engin tilviljun að allt frá kosningabaráttu sinni voru fjölmiðlar og fjölmiðlafólk helsti skotspónn hins "sterka leiðtoga" Donalds Trumps dag frá degi. 


mbl.is Fjölmiðlafrelsi hjá innan við 10% jarðarbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Donald er skotspónn fjölmiðlanna. Þewir hatast við hann langflestir. Þess vegna brá hann á það ráð að Tísta svo snilldarlega að þeir standa klumsa eftir. Eða hvað finnst þér?

Halldór Jónsson, 3.5.2019 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband